Birtingur - 01.06.1962, Side 13

Birtingur - 01.06.1962, Side 13
9. María frá Múla. í þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn er allstór altarisskápur frá Múla í Aðaldal með Maríu mey og barninu. Borið saman við Maríumyndina frá Skarði, er öll túlkunin farin að mýkjast; fellingar klæðanna fylgja líkamsformunum í hægri en tignarlegri hrynjandi; á andliti Maríu vottar fyrir brosi, og barnið á armi hennar er ekki lengur alvitur, smækkaður öldungur, þótt það rétti enn upp höndina til blessunar. Að vísu ber og María sjálf enn kórónu, og veldissproti hefur staðið í greip hennar, en allt að einu er hún á góðri leið að verða ímynd mennskrar konu, svo sem og varð í fyllingu gotneska stílsins. Myndin er því tímamótaverk, heldur mörgum ytri einkennum hins gamla rómanska stíls, en innileikinn, tilfinningaleg nálægð listamannsins, er af hreinum gotneskum toga. Myndirnar sem verið hafa innan á skáphurðunum eru nú aldeilis máðar.

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.