Birtingur - 01.06.1962, Page 14

Birtingur - 01.06.1962, Page 14
10. Kristur ó krossinum, ásamt Maríu og Jóhannesi; málverk á skinn í handriti nr. 249d fol. í Árnasafni frá því um 1320. Á fyrsta skeiði gotneska stílsins grípur mikið tilfinningaríki um sig í norðurálfu, ekki sízt þar sem píslarsaga Krists á í hlut. Hugmyndir manna um, — eða betur sagt kenndir þeirra gagnvart Kristi hafa breytzt mjög frá rómönskum tíma; þjáningar hans eru orðnar naktar og nálægar mönnum, túlkun krossfestingarinnar verður beisk angistarkvöl. Hér sjáum við íslenzkt dæmi slíks skilnings: Kristur hangir á krossmum með þyrnikórónu á niðursveigðu höfðinu; fell- ingar klæðanna lýsa tilfinningalegri þenslu, jafnvel krosstréð er með greinastubbum og undnum teinungum, og litir myndarinnar eru sárbitrir.

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.