Birtingur - 01.06.1962, Side 15

Birtingur - 01.06.1962, Side 15
ættuðu áhrifa geta þó verið komin um Noreg, einkum þegar fram í sækir og konungssambandið kemst á. Rómanski stíllinn í íslenzkri list er mjög svip- fastur. Hann einkennist af fámálli og alvarlegri myndsmíð, — listamaðurinn er eins og hlutlaus túlkari að baki verki sínu, færir efniviðinn í strangt form, en forðast að greypa í það mynd sjálfs sín. Einkennin eru að þessu leyti mörg hin sömu og í íslendingasögunum, enda er þar um sama tímabilið að ræða. Af myndum í handrit- unum er Maríumynd frá Skarði á Skarðsströnd, númer 2430c folio í Árnasafni, eitt bezta dæmið, af tréskurðarverkum róðan frá Ufsum og Val- þjófsstaðarhurðin, hvortveggja í þjóðminjasafn- inu hér, og af hannyrðum Maríudúkurinn frá Reykjahlíð í þjóðminjasafni dana. Þegar kemur fram um aldamótin 1300 fer mynd- gerðin öll að mýkjast og frásögnin að reyna mjög á þolmörk hins gamla rómanska stíls. Teikningin verður hádregnari og kvikari, náttúrulíking kem- ur í stað einfaldra myndtákna, blöð og blóm í stað brugðins verks og vafninga. Gotneski stíllinn er að brjóta af sér ísa. Þessi stílbreyting á rætur sínar í þjóðfélagslegri valdaröskun úti um álfuna: stórar borgir eru að rísa, peningaverzlun leysir af hólmi viðskipti í fríðu, átthaga- og stéttabönd losna og allur sam- gangur mnna verður með nýjum og greiðara hætti. En fyrst og fremst er það hin mikla efling kirkjuvaldsins um þessar mundir, sem veitir list- inni nýjan byr í seglin. Gotneski stíllinn verður mál hinnar sigurreifu kirkju, tákn veldis hennar og tignar. Hér á landi myndast einnig aðstæður, sem fleyta breytingunni fram. Kirkjuvaldið vex til gífur- legra áhrifa, farið er að íslenzka biblíu- og helgi- sögur, — menn komast í persónulegri snertingu við píslarsögu Krists og dýrlinga. Hvortveggja leiðir þetta af sér innfjálgari túlkun og tilfinn- ingaríki, sem hátíðleg orðfæð rómanska stflsins hrökk ekki lengur til að tjá. Sé vel hugað að íslenzkri myndlist þessa tíma, kemur í ljós, að hún endurspeglar tvenn gjörólík sjónarmið, harða þjóðfélagslega togstreitu. Enda gengur það eftir, að út alla 14. öldina skiptist hún í tvo samhliða strauma: kvika og þróttmikla gotneska list, — list biskupsstólanna og klaustr- anna, og í fastheldna rómanska list veraldlegra stórhöfðingja. Af hinu seinna taginu reka skreyt- ingar Flateyjarbókar lestina, enda er hún gerð fyrir einn íhaldssamasta höfðingja 14. aldar, Jón Hákonarson í Víðidalstungu. Því er ekki að undra, þótt hnignun veraldlegrar sagnaritunar og endalok rómanska stílsins sem lifandi listtúlkunar haldist í hendur. Það eru sömu rökin sem hvorutveggju ráða. Á fyrstu áratugum 14. aldar ber stíllinn greinileg- an svip þessara umbrota. Hann er þaninn og við- kvæmur, og stundum er tilfinningaríkinu gefinn alveg laus taumur. Gott dæmi þess er krossfesting- armynd ein i ártíðaskrá f Árnasafni, nr. 249 d. fol., frá byrjun aldarinnar. Líkami Krists er þar sveigður og undinn af kvölum, móðir hans græt- BIRTINGUR 13

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.