Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 15

Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 15
ættuðu áhrifa geta þó verið komin um Noreg, einkum þegar fram í sækir og konungssambandið kemst á. Rómanski stíllinn í íslenzkri list er mjög svip- fastur. Hann einkennist af fámálli og alvarlegri myndsmíð, — listamaðurinn er eins og hlutlaus túlkari að baki verki sínu, færir efniviðinn í strangt form, en forðast að greypa í það mynd sjálfs sín. Einkennin eru að þessu leyti mörg hin sömu og í íslendingasögunum, enda er þar um sama tímabilið að ræða. Af myndum í handrit- unum er Maríumynd frá Skarði á Skarðsströnd, númer 2430c folio í Árnasafni, eitt bezta dæmið, af tréskurðarverkum róðan frá Ufsum og Val- þjófsstaðarhurðin, hvortveggja í þjóðminjasafn- inu hér, og af hannyrðum Maríudúkurinn frá Reykjahlíð í þjóðminjasafni dana. Þegar kemur fram um aldamótin 1300 fer mynd- gerðin öll að mýkjast og frásögnin að reyna mjög á þolmörk hins gamla rómanska stíls. Teikningin verður hádregnari og kvikari, náttúrulíking kem- ur í stað einfaldra myndtákna, blöð og blóm í stað brugðins verks og vafninga. Gotneski stíllinn er að brjóta af sér ísa. Þessi stílbreyting á rætur sínar í þjóðfélagslegri valdaröskun úti um álfuna: stórar borgir eru að rísa, peningaverzlun leysir af hólmi viðskipti í fríðu, átthaga- og stéttabönd losna og allur sam- gangur mnna verður með nýjum og greiðara hætti. En fyrst og fremst er það hin mikla efling kirkjuvaldsins um þessar mundir, sem veitir list- inni nýjan byr í seglin. Gotneski stíllinn verður mál hinnar sigurreifu kirkju, tákn veldis hennar og tignar. Hér á landi myndast einnig aðstæður, sem fleyta breytingunni fram. Kirkjuvaldið vex til gífur- legra áhrifa, farið er að íslenzka biblíu- og helgi- sögur, — menn komast í persónulegri snertingu við píslarsögu Krists og dýrlinga. Hvortveggja leiðir þetta af sér innfjálgari túlkun og tilfinn- ingaríki, sem hátíðleg orðfæð rómanska stflsins hrökk ekki lengur til að tjá. Sé vel hugað að íslenzkri myndlist þessa tíma, kemur í ljós, að hún endurspeglar tvenn gjörólík sjónarmið, harða þjóðfélagslega togstreitu. Enda gengur það eftir, að út alla 14. öldina skiptist hún í tvo samhliða strauma: kvika og þróttmikla gotneska list, — list biskupsstólanna og klaustr- anna, og í fastheldna rómanska list veraldlegra stórhöfðingja. Af hinu seinna taginu reka skreyt- ingar Flateyjarbókar lestina, enda er hún gerð fyrir einn íhaldssamasta höfðingja 14. aldar, Jón Hákonarson í Víðidalstungu. Því er ekki að undra, þótt hnignun veraldlegrar sagnaritunar og endalok rómanska stílsins sem lifandi listtúlkunar haldist í hendur. Það eru sömu rökin sem hvorutveggju ráða. Á fyrstu áratugum 14. aldar ber stíllinn greinileg- an svip þessara umbrota. Hann er þaninn og við- kvæmur, og stundum er tilfinningaríkinu gefinn alveg laus taumur. Gott dæmi þess er krossfesting- armynd ein i ártíðaskrá f Árnasafni, nr. 249 d. fol., frá byrjun aldarinnar. Líkami Krists er þar sveigður og undinn af kvölum, móðir hans græt- BIRTINGUR 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.