Birtingur - 01.06.1962, Page 18

Birtingur - 01.06.1962, Page 18
málkunnugur persónum sínum og því ber ósjald- an við að honum hætti til ofmælgi. Maríulíkneski Þjóðminjasafnsins frá Möðruvöllum er dæmi slíkrar jarðneskrar stúlku í Maríustað, og sumar myndir Teiknibókarinnar í Árnasafni sýna vel það flúr frásagnarinnar, sem er haustblómi got- neska stílsins. Þessi tilhneiging kemur raunar fram um alla Norðurálfu. Hún á rót sína í miklum viðgangi borgarstéttarinnar í' hinum ríku Hansaborgum Norður-Þýzkalands og verzlunarborgum Niður- landa. Verzlunarstétt þessi átti orðið alls kostar við kirkjuna; list hennar varð íburðarmikil og trúarlotningin stundum vart annað en yfirdrep eitt. Borgir þessar fluttu út listaverk þúsundum saman — eins og hvern annan arðbæran varning — og hefur ein kvísl þessa útflutnings vafalaust legið að ströndum íslands. Altarisbríkin stóra í Hólakirkju í Hjaltadal er einn slíkra kirkjugripa, og af bezta taginu. í handritamyndum 15. aldar fer nú að bera mjög á hverskonar skrímslum og kynjadýrum, og í hin- um fjölmörgu lögbókum fara beinar þjóðlífs- myndir að verða mjög algengar. Reka- og sauða- þjófnaður, dómþing og hengingar, arfskipti og drykkjuskapur og hnignandi aldarfar speglast Ijóslega x þessum myndum. Kunnustu dæmin eru hér Heynesbók í Árnasafni, Ledreborg kódexinn númer 318, 4to í konunglegu bókhlöðunni í Kaupmannahöfn og utanmálsmyndir Reykjabók- ar,nr. 345 folio í Árnasafni. Stælingar fornra mynda og skrauts fer einnig að segja mjög til sín upp úr miðri 15. öld. Þó er sumt mjög haglega gert, eins og til dæmis handa- verk Gríms Skúlasonar í Hruna, sem kalla má síðastan hinna ágætu bóskreytingarmanna mið- alda. Til eru fjórar mjög frábærlega skreyttar lögbæíkur með hendi hans, lögbók Páls Stígssonar frá 1564—5, Lögbók Kristófers Walkendorffs skrifuð 1577, lögbókin númer 2102 í' fjórðungs- broti í Thottssafni, og nýlega fann ég enn fullar sannanir fyrir því, að hin þekkta Reykjabók f Árnasafni er einnig skrifuð og skreytt með hendi hans, og sennilega um 1570. Stíll Gríms samcinar á einkar haganlegan hátt hina fornu skreytilist, fléttur og drekaskraut, við hinn nýja og frjálslegri stíl 16. aldar. Mannamyndir hans eru einnig með ágætum og gefa mjög góða hug- mynd um búninga aldarinnar. Allmargir listamenn eru kunnir frá þessu tíma- bili, svo sem Björn málari, sonur Gríms í Hruna, en hann hefur sennilega lært erlendis. og eru all- mörg lxandaverk hans þekkt. Marteinn Einarsson biskup nam einnig málaralist erlendis, í Eng- landi, en því miður verða engin sérstök verk honum eignuð. Með siðaskiptunum má segja að íslenzk kirkjulist sé dæmd og útlæg ger. Lúterskir myndbrotamenn gengu hér engu vægilegar fram en erlendis, og einikum beitti oddviti þeirra, Gizur Einarsson, hina kaþólsku helgilist mjög hörðu. Hann afmáði ekki aðeins öll verk hennar í Skálholti, heldur gaf hann út fyrirskipanir til lærðra og leikra 16 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.