Birtingur - 01.06.1962, Síða 27
um að hreinsa þessar pápisku og hneykslanlegu
afguðamyndir úr kirkjum sínum. í umburðar-
bréfi hans frá 1547 segir meðal annars: Sakir þess
að ég formerki fyllilega, að sá blindleiki og hjá-
trú fer ennú ekki svo mjög minnkandi sem vera
skyldi, að fávíst fólk hér í stiktinu leiti sinnar vel-
ferðar hjá svo auvirðilegum hlutum sem er, hjá
einum og öðrum líkneskjum, þar fyrir áminni ég
og viðvara kristið fólk upp á guðs vegna, að fyrir
sakir sinnar sáluhjálpar og eilífrar velferðar afláti
allir og forðist slíkan hégóma og afskaplega hjá-
trú, að veita svoddan dýrkan og vegsemd nokk-
urri skepnu, að heldur feysknum og fyrirfaran-
legum líkneskjum.“ Og má ætla að biskupsboð
hafi enn scm fyrr verið lögboð í þessum efnum.
Norðanlands verður breytingin hægari, og er því
miklu meira varðveitt af kaþólskum listaverkum
að tiltölu úr Hólabiskupsdæmi en Skálholts, Til
dæmis eru allir hinir stóru róðukrossar, sem við
eigum úr kaþólskri tíð, frá Norðurlandi, en eng-
inn hefur geymzt frá Suðurlandi. Hafa því senni-
lega margir deilt sköpum með krossinum lielga I
Kaldaðarnesi, sem Gizur biskup lét taka ofan og
fyriríara.
Með prentun bóka líður einnig hin forna list
liandritaskreytinga undir lok. Raunar eru bækur
skreyttar langt fram á 17. öld, en skreytingarnar
eru vart annað en stælingar fornra lýsinga eða
prentaðra bóka, Þegar þannig er komið, er ekki
annað en almúgalistin, hannyrðir kvenna, tré-
skurður og málmsmíð, sem heldur lífinu í íslenzk
um listum. Margt af þessu eru merkilegir hlutir
og raunar prófsteinninn á það, hvað listfengi ís-
lendinga mátti sín, þrátt fyrir fátækt og eymd
þessara myrkustu alda þjóðarsögunnar.
Þessi almúgalist, sem ég nefni svo, skiptist greini-
lega í tvö horn á 17. og 18. öld: Annars vegar eru
það meiri og minni stælingar fornra rómanskra
mynda og skrautgerða, og tíðast mjög venju-
bundnar. Dæmi þess eru legíó, en ég nefni þó
rekkjuklæði Þorbjargar Magnúsdóttur, konu Páls
Vídalíns, sem geymt er í South-Kensington safn-
inu í London. Það er með rómönskum myndum
í hringreitum, og í áletruninni á klæðinu kemur
einnig fram að hún hefur stuðzt við fornar fyrir-
myndir, því þar segir m. a.:
Innan bekkjar allan fans / eftir fornu ráði,
en að tilsögn ektamanns / orðin kvendið skráði.
Á hinn bóginn koma svo fram á þessu tímabili
allmikil áhrif erlendrar endurreisnar- og barokk-
listar, svo sem í verkum Guðmundar skurðmeist-
ara í Bjarnastaðarhlíð og Hjalta Þorsteinssonar {
Vatnsfirði, enda námu þeir báðir list sína er-
lendis.
Af hannyrðum er hið svonefnda Dyggðaklæði í
Þjóðminjasafninu bezta dæmi þessara erlendu
áhrifa, en það er talið vera eftir dætur séra
Hjalta, og ef til vill teiknað af honum.
Með 18. öldinni færist yfir myrkasti tíminn í ís-
lenzkri listsögu. Hinar fornu hannyrða- og út-
skurðargerðir festast æ meir í dauð venjumót, en
þó kemur fyrir að slái neistum af hinum létta
rókókóstíl álfunnar, einkum þó í silfursmíð.
En þótt drungi sé yfir, er málaralistin þó ekki
RIRTINGUR
25