Birtingur - 01.06.1962, Side 33

Birtingur - 01.06.1962, Side 33
Um svipað leyti segir hann í kvæðinu „Embætta- þjónninn": ),Til hvers að rýna lengra Reglugerð sit og bið. — Til einskis er fyrir okkur að hugsa. Það gera foringjamir. “ Eftir því sem spennitreyjustefna Stalíns og arna hans læsti krumlum sínum fastar um allt andlegt líf í landinu varð æ minna svigrúm fyrir óstýri- láta byltingarmenn sem Majakofskf. Árið 1930 tók hann þann kostinn að yfirgefa þetta líf. Áður en hann skaut sig skrifaði hann bréf og kvað per- sónuástæður ekki liggja að baki. Hann bað menn fordæma sig ekki, hann gæti ekki annað. Um þessar mundir var rómantík byltingarinnar löngu horfin, örbirgðin og óttinn höfðu tekið völdin. Samyrkjubúskap var komið á og 20—24 milljónir bænda urðu að skipta um bústað. Fyrsta fimm ára áætlunin (1929—1932) var fram- kvæmd með sömu hörku og stofnaði vísi að iðn- aði í landinu. Ríkisvaldið tók að sér rekstur alls atvinnulífs og menningar. Handhafi valdsins, Josif Stalín, varð voldugri en allir keisarar Rúss- lands saman lagðir. Hann var og vitrari en keis- ararnir: Andstæðinga sína, gamla bolsivikka og menntamenn, sendi hann aldrei f útlegð, í Sfber- íu voru vopnin smíðuð gegn keisaradæminu. Josif Stalin notaði öruggari aðferðir: Þá sem hann lét ckki slátra, lokaði hann bak við gaddavír. Á árunum fyrir 1930 risu upp samtök rithöfunda, sem aðhylltust próletkúltstefnuna. Þau nefndust RAPP, Samband rússneskra öreigarithöfunda, og gerðust einráð á sviði bókmennta. Meðlimir sam- bandsins fengust mest við að syngja lofsöngva um iðnfyrirtæki fimmáraáætlunarinnar. Stefna þeirra var sambland úr vestrænum expressionisma og rússneskum byltingarhug. Slík stefna var þyrnir í augum valdhafanna. Og enn var galli á gjöf Njarðar: RAPP var óháð samtök, ekki ríkisfyrir- tæki. „Rappsinnar reyndu að sundra sovézkum bókmenntum innanfrá með því að draga rithöf- unda í dilka eftir þvf hvort þeir voru „öreigar" eða „ekkiöreigar" að uppruna, alveg án tillits til hugmyndalegs innihalds verka þeirra." *) Þann 23. apríl 1932 gaf Stalfn þvf út tilskipun um að RAPP skyldi leyst upp. Þess í stað var stofnað Samband sovétrithöfunda, sem var undir stjórn flokiksins og undir eftirliti leynilögregl- unnar. Samskonar fyrirkomulagi var komið á í öðrum listgreinum. Listframleiðslan var þjóð- nýtt og lögð undir skriffinnskuna. Stofnuð var rfkisnefnd til að stjórna málefnum listarinnar og hafði hún úrslitavald um allan rekstur listastofn- ana (leikhúsa, listskóla, tónleika- og sýningasala, kvikmyndavera og kvikmyndahúsa o. s. frv.) og *) Ocerki marksistko-lénínskoj estetiki, M. 1956, bls. 368. Það er athyglisvert, að „öreigarithöfundurinn ‘ Leopold Averbach, sem var forseti RAPP og alvaldur á sviði bókmennta um tíma, féll i valinn árið 1937 fyrir kúlum leynilögreglunnar, úthrópaður sem „andbylting- armaður“ og „trotskisti". BIRTINGUR 31

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.