Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 34

Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 34
naut við það fulltingis leynilögreglunnar, sem hafði njósnara sína hvarvetna. Ritskoðunin var endurreist og stofnað feikn- legt skriffinnskubákn undir nafninu Glavnoé lít- eratúrnoje úpravléníe (Glavlít) eða Aðalbók- menntastjórnin. Enginn bókstafur má á þrykk út ganga án leyfis frá þessari stofnun. Enga bók má gefa út, nema ritskoðunin hafi samþykkt, og er númer ritskoðandans (venjulega bókstafur og fjögurra til fimm stafa tala) prentað aftast í bók- inni. Ritskoðunin getur breytt og endursamið sérhvert verk að eigin vild og bannað útgáfu þess hvenær sem er. Sérhvert eintak dagblaða og sérhvert hefti tímarita ber að leggja fyrir ritskoð- unina og bannað er að dreifa þeim, fyrr en rit- skoðunin hefur gefið leyfi til þess. Hin sovézka ritskoðun er sýnu strangari en ritskoðun keisar- ans, sem Lenín kallaði „asíatíska", þar sem hún er byggð á óskoruðum yfirráðum rikisins (flokks ins) yfir öllum tækjum til framleiðslu á prentuðu máli, jafnt vélum sem mannfólki. Svo viðtæk völd hafði keisarinn ekki. Sú list, sem sköpuð er í þessum stofnunum sam- kvæmt vilja og smekk valdhafanna, hefur hlotið nafnið „sósíalistísk raunsæisstefna". Hún er alráð i sovézkri list enn þann dag í dag. 2. Boris Piljnjak Boris Andréévits Píljnjak var fæddur 1894 í Mo- zæsk. Fyrstu sögu sína birti hann 17 ára. Árið 1922 gaf hann út skáldsöguna „Hið nakta ár“, sem vann honum frægð. Síðan rak hver sagan aðra, „Maskínur og úlfar" (1925), „Sagan af ó- slökktum mána“ (1927) og „Mahoganí" (1929). Vart mun nokkur rithöfundur þessara ára hafa tekið Píljnjak fram um sérstæðan og kraftmikinn stíl og frumlega uppbyggingu verka sinna, né heldur um fullkomið vald á rússneskri tungu. Bækur hans vöktu hrifningu meðal lesenda, ekki sízt hjá yngri kynslóðinni. Meðal hennar greip svokallaður „píljnjakismi" um sig. Píljnjak var lífsþyrstur maður og ósvikinn Rússi. Hann hafði hugrekki til að segja hverjum sem var meiningu sína og hirti lítt, hverjum líkaði betur eða verr. Byltingin var þungamiðja verka hans og: „veröldin Rússland, sem slöngvar öll- um heiminum mót bræðralagi, dauða, þján- ingu, ást, plaggötum, mót dásamlegri umsköpun heimsins í nýjan, sem Vinnan stjórnar, vélarnar setja lög og þjóðirnar lifa við frið" (Úr skáldsög- unni „Maskínur og úlfar"). „Mahoganí" fjallaði um strit og stríð fátæks fólks í rússneskri smáborg. Sú saga varð Píljnjak dýr- keypt. Blöð og gagnrýnendur rifu hann í sig sem úlfar. Hið volduga RAPP leyfði þá aðeins fram- leiðslu iðnaðarskáldsagna og lagði bann á alla úrelta og gamaldags orðafroðu um líf manna og örlög þeirra. Slíkt var í eðli sínu andbylting. Skömmu eftir útkomu „Mahoganí" gáfu rithöf- undar þeir í fjórða og fimmta gæðaflokki, sem stjórnuðu RAPP, út skipun um, að hver sá, sem vildi stuðla að kommúnisma, skyldi spýta á Pilj- njak, Sérhver, sem halda vildi borgaralegri stöðu sinni, varð að bölva Píljnjak, ekki sízt þeir, sem 32 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.