Birtingur - 01.06.1962, Qupperneq 37

Birtingur - 01.06.1962, Qupperneq 37
Á þessum tíma var leikhúslíf í Rússlandi með miklum blóma, þrátt fyrir mikla fátækt og erfið- leika, sem enn voru eftir stríðið. Stefnur, sem rit- skoðun keisarans hafði bannað ,fengu nú að njóta sín. Chagall var menntamálaráðherra í Hvíta- Rússlandi, Kandinskí var í Listaakademíu Sovét- ríkjanna (til 1921), Staníslafskí stjórnaði Lista- leikhúsinu í Moskvu og fullkomnaði aðferð sína, Vakhtangoff, ein af nemendum hans, tók við leikhúsi, sem síðar bar nafn hans, og setti snilld- arlega á svið nokkur leikrit. (Hann andaðist 1922 eðlilegum dauða, úr lungnabólgu.) Tairoff, fræg- ur leikstjóri, stjórnaði hinu svokallaða Kammer- leikhúsi og flutti þar leikrit í gömlum stíl. (Stjórnarvöldin lokuðu því leikhúsi 1948 vegna „formalisma" og skömmu síðar andaðist Tai- roff.) í ályktun leikhússmálaráðstefnu árið 1927 stend- ur m. a.: „Stjórn og pólitík leikhúsanna skulu ekki gera neina eina stefnu, stíl eða leiktegund (genre) algilda. Við skulum ekki ala með okkur þá ósk, að beygja mismunandi stcfnur í leikhúsi til þjónustu við einhverja eina hugmynd, hversu verðmæt sem hún kann að vera, vegna þess, að það táknaði eyðileggingu annarra hugmynda. Aðeins með gagnkvæmri samkeppni, með leik gagnkvæmra áhrifa er hægt að halda við lífs- þrótti, sem mun taka hug áhorfenda fang- inn.“ *) *) fvitnað eftir Mordecai Gorelik, New Theatres for old, London 1940, bls. 354. Þessi var örugglega vilji sovézkra leikhússmanna á þeim tíma og þeir fengu raunverulega að starfa í anda þeirra. Meginþorri sovézkra listamanna munu þá þegar hafa sett sér það mark að þjóna byltingunni sem bezt þeir gátu, en álitu þó að þeim væri það heimilt hver á sinn hátt. Enn var ýmislegt í listalífi landsins, sem ekki þjónaði hugmyndafræði bolsivikkaflokiksins beint, en listamenn hans höfðu þó yfirhöndina. Fjarri fór, að Meyerhold fylgdi próletkúlt- og RAPP-sinn- um að málum. En markmið hans var stuðningur við byltinguna og hið nýja þjóðfélag, og hann leitaði að hverjum þeim formum, sem bezt gætu túlkað anda þess. Meyerhold færði sér f nyt allt, sem hann áleit nothæft 1 hinni klassísku arfleifð rússnesks leik- húss og í samtfma leikhúsi vesturlanda. Markmið hans var að skapa leikhús byltingarinnar: Hetjur hennar áttu að hrópa fullum hálsi af sviðinu í leikhúsi hans. Ein af höfuðkenningum hans var sú, að á leiksviðinu mætti aldrei vera kyrrð. Hann hafði ímugust á hljóðlátum leikritum, sem voru ekki annað en sitjandi samtöl. Hann var svarinn andstæðingur væminna stofuleikrita. I leikhúsinu átti að vera líf — áróður, — en list- rænn áróðurl Hann krafðist þess af leikurum, að þeir stunduðu leikfimi og kynnu að vanda hverja hreyfingu. Tjáningartæki leikaranna voru ekki aðeins orð og svipbrigði, heldur allur lík- aminn. Meyerhold lagði höfuðáherzlu á, að leik- ararnir hefðu tilfinningu fyrir rytma, fyrir tfma, og hugsjón hans var sú að setja hvert leikrit birtingur 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.