Birtingur - 01.06.1962, Qupperneq 39
„Þessi rotna, sundurgrotnaða burgeisa-hugmynda-
fræði, sem fól sig bak við orðin „nýsköpun",
„byltingarsemi" hefur smogið inn í hið sovézka
þjóðfélag úr auðvaldsheiminum. . . . Afhjúpun
og útrýming þessara burgeisaáhrifa ... er eitt
af mikilvægustu verkefnum hins sovézka þjóð-
félags“ (Kalosín, 168).
Með þessum dómi yfirvaldanna mátti segja, að
dagar Meyerholds væru taldir. Hann var útskúf-
aður úr því þjóðfélagi, sem hann hafði helgað
alla starfskrafta sína, líf sitt og sál. Hann fékk þó
svipaða meðferð og Sostakovits, hann var ekki
handtekinn, en fékk að fara frjáls ferða sinna um
skeið. En enginn þorði að hjálpa honum af ótta
við að verða sjálfur fyrir fordæmingu. Hann var
einn — hann hafði orðið fyrir reiði valdsins. En
þá sýndi Staníslafskí, fyrrverandi kennari hans,
af sér það fífldjarfa hugrekki að bjóða Meyer-
hold að vera sér til aðstoðar við leikstjórn í litlu
óperuleikhúsi, sem tilheyrði Listaleikhúsinu (en
þar hafði Staníslafskí látið af störfum). Meyer-
hold tók þessu boði Staníslafskís.
Meyerhold átti nú um sömu kosti að velja og
Sostakovits: Hann gat fallið á kné og beðið hinn
Æðsta fyrirgefningar og lofað að þjóna honum.
Hann gat einnig setið við sinn keip og gengið
þannig í dauðann. Sostakovits valdi þann kostinn
að skora yfirvöldin á hólm með 5. symfóníu sinni.
Hann sigraði. Meyerhold valdi seinni kostinn.
í júní 1939 var kölluð saman í Moskvu ráðstefna
leikstjóra. Meyerhold fékk að taka þátt í henni.
Hann tók til máls á öðrum degi ráðstefnunnar.
Hann viðurkenndi, að hann hafi ef til vill látið
eftir sér of mikla tilraunagirni, en ásökuninni
um formalisma vísaði hann algerlega á bug: „Ég
vildi að mínu leyti mega segja hreinskilnislega:
ef það, sem í dag má sjá á sviði beztu leikhúsa í
Moskvu, er afrek liins nýja sovétleikhúss, þá kýs
ég heldur að vera úthrópaður sem formalisti.
Mín skoðun er sú. að sýningar leikhúsanna séu
nú vesælar og hræðilegar. Ég veit ekki hvort það
er andformalimi eða raunsæi eða natúralismi
eða einhver annar „ismi“, ég veit aðeins að það
er andlaust og slæmt.
Þetta vesæla og gelda, sem gerir kröfu til að vera
nefnt „sósíalistísk raunsæisstefna" á ekkert skylt
við list. . . . Var þetta markmið yðar? Ef svo er,
þá hafið þið framið voðaverk. Þá hafið þið varp-
að út barninu með baðvatninu. Þá hafið þið með
viðleitni ykkar til þess að útrýma formalismanum
útrýmt einnig listinni." *)
Valdið lét ekki standa á sér að svara Meyerhold á
því tungumáli, sem það kunni bezt. Næsta dag
var Meyerhold handtekinn. Nokkru síðar var
kona hans myrt í íbúð sinni með hnífstungu.
Hvaðeina, sem minnti á Meyerhold var eyðilagt.
í bókasöfnum voru blaðsíður skornar út úr bók-
um, sem gátu hans, bækur um hann teknar úr
umferð, nafn hans hulið algerri þögn. Svo leit
út, sem hann hefði aldrei verið til.
Árið 1958 kom út aukabindi af sovézku alfræði-
*) fvitnaS eftir Juri Jelagin: Kunst und Kiinstler im
Sovjetstaat. 1961, S. 117.
BIRTINGUR
37