Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 46

Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 46
kallaði Valdið saman rithöfundaþing til að stofna Samband sovézkra rithöfunda og koma á sósíalistískum realisma í bókmenntum. Andréj nokikur Zdanoff hélt þar aðalræðuna, en stjarna hans var þá vaxandi sem apparatsíks undir verndarvæng Stalíns. Hann kom til að tilkynna, að hér eftir skyldu sovézkar bókmenntir vera ná- tengdar kommúnistískum áróðri. Hann lýsti því yfir, að Flokkurinn hafi þegar náð góðum árangri við að byggja upp sósíalisma og „án þess sigurs hefði ekkert þing verið haldið“. „Hinn góði ár- angur sósíalistískrar uppbyggingar er skilyrði fyrir viðgangi sovézkra bókmennta. Vöxtur þeirra er tákn um velgengni hins sósíalistfska þjóðskipulags." „Allur þorri sovétrithöfunda eru nú eitt með sovétvaldinu og Flokknum og njóta leiðsagnar Flokksins, umhyggju og daglegrar hjálpar Miðstjórnar og stöðugs stuðnings Félaga Stalíns". „Sovétrithöfundar hafa því öll skilyrði til þess að skapa verk, sem verðug eru okkar tíma.“ Og verkefni þeirra er, að „breyta hug- myndafræði manna, ala vinnandi fólk upp í anda sósíalismans“.#) Samkvæmt orðum Zdanoffs búa rithöfundar utan Sovétríkjanna, auðvaldsrithöfundarnir, viðannan og verri hlut: „Dulhyggjuupphlaup, trúaræði og klám einkenna úrkynjun og endalok burgeisa- legrar menningar. „Hetjur" þessara burgeisabó'k- *) A. A. Zhdanov, On Literature, Music and Philo- sophy, Lawrence & Wishart, London, 1950, pp. 11, 12, 17, 15. mennta, sem hafa selt penna sinn auðvaldinu, eru þjófar, sakalögreglumenn, mellur, saurlífis- mangarar og bófar“ (bls. 13). Þessa lýsingu á vestrænni menningu fékk hin sós- íalistíska raunsæisstefna í veganesti. Að lokinni seinni heimsstyrjöld sneri Zdanoff hershöfðingi heim til föðurlands síns að loknum frægum landvinningum, og tók hann þá til ó- spilltra málanna að framkvæma hugmyndir Stal- íns um listir og bókmenntir. Þann 14. ágúst 1946 var gerð heyrum kunn til- skipun Miðstjórnar um bókmenntir. Stalín og Zdanoff höfðu valið sér að fórnardýrum öðrum til varnaðar rithöfundinn Zosénko og skáldkon- una Onnu Akhmatovu. Zosénko var mjög vinsæll rithöfundur, einkum fyrir gamansamar smásögur sínar í anda Tsékoffs, oft byggðar á raunveru- legum atvikum. Þessi höfundur hafði samkvæmt orðum tilskipunarinnar „gert sér það að sérgrein að skrifa innantóm, efnislaus og lítilfjörleg verk, sem prédikuðu rotið hugmyndaleysi" (þ. e. þau skorti hugmyndir Flókksins) „lágkúruhátt og áhugaleysi um pólitík, til þess að villa um fyrir æsku vorri og eitra hug hennar“.#) Ein synda Zosénkos átti einnig að hafa verið sú, að hann lýsti sovétfól'ki sem menningarsnauðu og frum- stæðu, og væri allt hans götustrákaæði andsovézkt (bls. 485). í ræðu, sem Zdanoff hélt um þessa tilskipun, kveður hann þjóðfélagslegar, pólitískar og bók- *) KPSS v rézoljútsíjakh, III, 485. 44 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.