Birtingur - 01.06.1962, Síða 48

Birtingur - 01.06.1962, Síða 48
verið ópólitísk sovézk leikrit, sem sýni sovétfólk sem menningarsnautt. Tilskipunin skikkar leikhúsmenn og leikskáld að skapa „björt og listræn verk um líf sovétþjóðfé- lagsins, um sovétmanninn“ (sst). Þann 4. september 1946 gaf Zdanoff út tilskipun í nafni Miðstjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna um kvikmynd, sem hét „Hið mikla líf“. í henni var sagt frá eftirstríðsatburðum í kolahér- aðinu við Don. í tilskipuninni segir m. a., að þessi mynd, sem sé helguð endurreisninni 1 Don- basshéraðinu eftir stríðið, sé útúrsnúningur á séreinkennum lífsins, sé afbökuð mynd af sovét- ingum, og lýsi myndin siðferði, sem sé framandi sovézku þjóðfélagi. Til dæmis var það staðreynd (samkvæmt tilskipuninni!) „að endurreisn at- vinnulífsins í Sovétríkjunum byggðist á háþró- aðri tækni og sannri vinnumenningu. Kvik- myndin lýsti þessu aftur á móti þannig, að end- urreisnin hefði byggzt á afli handanna einu, gamaldags tækni og úreltum vinnuaðferðum. Vit- að er, að við endurreisn atvinnuífsins vann öll þjóðin með eldmóði, enda var hún undir forystu hins sovézka ríkis, sem Kommúnistaflokkurinn stjórnar. Kvikmyndin sýndi aftur á móti sovézkar ríkisstofnanir sem hemil á frumkvæði þjóðarinn- ar“ (Kalosín, op. cit. 213). í sömu tilskipun er kvikmyndastjóranum Púdof- kín úthúðað með óbótaskömmum fyrir mynd hans um keisarahershöfðingjann Nahímoff. Svip- aða útreið fær og Sérgéj Eisenstein fyrir mynd sína um ívan grimma: „Hinum framfarasinnaða her ívans grimma var lýst sem samkrulli úrkynj- unarbesefa, sem minntu á Kú-Klúx-Klan, og ív- an grimma, hinum viljasterka skapfestumanni, var lýst sem veiklyndum og viljalausum manni, sem einhverskonar Hamlet." *) Myndir Púdofkíns og Eisensteins voru samdar upp á nýtt í samræmi við hina stórmerku sögu- skoðun Stalíns og Zdanoffs, og um síðir fengu þær myndir sýningaleyfi. Svo virðist sem kvik- myndin „Hið mikla líf“ hafi verið bönnuð. Tilskipunin um kvikmyndina „Hið mikla líf“ gefur nókkra hugmynd um fyrirbrigðið „sósfal- istískt raunsæi". Höfundar myndarinnar tóku sér fyrir hendur að lýsa lffi verkamanna og féllu þá í þá gryfju að lýsa því eins og það var. En þar með voru þeir komnir inn á bannsvæði. Vart mun þurfa mörg orð til að lýsa eyðingunni, sem varð í Sovétríkjunum, bæði í Donbass og annars staðar af völdum stríðsins, skorti á tækni og öll- um lífsins nauðþurftum, sem þá ríkti og löngum síðan. En frá þessu mátti ekki segja. Það hafði ekki áróðursgildi. Listaverk mátti aðeins lí'ta á lífið í gegn um sjóngler stjórnarherra og skrif- finna. Frá því tilskipun Zdanoffs var birt og fram yfir dauða Stalíns framleiddu Sovétríkin aðeins 10—20 kvikmyndir á ári. Reykvfkingar muna e. t. v. enn „Fall Berlínar", sem sýnd var hér fyrir 11—12 árum og Hrúsjoff gerði að um- talsefni í hinni frægu „leyniræðu" sinni. *) Tilskipun miðstjórnar frá 4. september 1946, bls. 21, sbr. Kalosín, op. cit, bls. 214. 46 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.