Birtingur - 01.06.1962, Qupperneq 55

Birtingur - 01.06.1962, Qupperneq 55
ar 1947, sem tók alvarlega til umræðu vandamál eftirstríðserfiðleika samyrkjubúskaparins, benti mér á þetta erfiða efni, sem ég leitaði að.“ *) „Ég las nær allt, sem Lénín og Stalín höfðu skrif- að um vandamál bænda. ... Greinar Leníns um tvær hliðar bændastéttarinnar, um hinn vinn- andi bónda og eignabóndann, hlutgerðust (kon- kretíseruðust), og voru staðfestar af frásögnum samyrkjubænda, sem ég heyrði.“ (Bls. 101.) Síðan ákvað rithöfundurinn fyrirfram, hvernig samyrkjubú hún ætlaði að skrifa um. Kunningj- ar hennar ráðlögðu henni að skrifa um gott sam- yrkjubú, sem verður ágætt. Og þegar búið var að ákvarða a priori, hvernig samyrkjubú hún ætlaði að skrifa um, þá valdi hún til heimsóknar samyrkjubú sem líkast því. Frú Níkolaéva kom í fyrsta sinni á ævinni út í sveit er hún heimsótti samyrkjubú í scptember 1947. Á næsta ári skrif- aði hún svo samyrkjuskáldsögu sína. Við förum því að skilja hvers vegna umræður blossuðu upp um það eftir lát Stalíns, hvort plat- ónismi eða empírismi ætti að vera hin rétta að- ferð sovézkrar listar. Úrsikurður hefur fallið: em- pírismi er hættulegur, varhugaverður. Afleiðing- in er sú, að listamenn komast í hinn mesta bobba: þeir verða dags daglega að glíma við þá þverstæðu að skapa list við aðstæður, sem gera öll tengsl við lífið og alla listsköpun ókleifa. (Ef með orðinu ,,list“ er átt við tilraun til að finna *) Nékotorié voprosi marksístsko-lénínskoj estétíki, Moskva 1954, bls. 100. árekstrum einstaklings og þjóðfélags endurlausn í fögru formi.) Heimur vöruframleiðslunnar er skapanda allra verðmæta framandi. Listin verður þar tilraun til betra lífs, leit að fegurð. í heimi hinna þjóðnýttu verðmæta er öll hug- myndasmíð starfsemi ríkisvaldsins, allir aðrir en hinir opinberu hugmyndafræðingar endurvarpa aðeins geislum Sólarinnar. Samt er fullyrt, að endurlausnin hafi verið framkvæmd. Allri leit að betra lífi, að fegurð ætti því samkvæmt ikenning- unni að vera lokið. Listin ætti og að vera liðin undir lok, eftir því, sem Hegel hugsaði sér enda- lok hennar, hið sovézka ríki á þá að hafa fram- kvæmt það, sem hið prússneska ríki gerði ekki. En slíkt er blekking. Aðstæðurnar fyrir endalok- um listarinnar eru alveg jafn fjarri nú og þær voru í hinu prússneska ríki á dögum Hegels. Enn hefur ekki runnið upp ástand hins algera frelsis, sem gerir líf hvers einstaklings að því, sem það getur orðið, sem gerir honum kleift að njóta sín, veitir öllum hæfileikum og tilfinningum hans útrás í verkum huga og handar. Enn er ætíð fyrir hendi eitthvert „sollen", sem enn er ekki orðið „sein“, og meðan svo er mun mannkynið dreyma um meiri fegurð en ríkir á hverjum tíma. 8. List á 22. þingi Tuttugasta og annað þing Kommúnistaflokks Sovétríkjanna var haldið i október 1961. Á þing- BIRTINGUR 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.