Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 8

Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 8
VLADAN DESNICA: RÉTTLÆTI Eitt sinn síðdegis á sunnudegi þegar ég var á heimleið í bæinn eftir langa gönguferð gek’k ég fram á þann ljóta atburð að maður barði konu sína vægðarlaust úti á götu. Svipur hans var hinn villimannlegasti, jafnvel dýrslegur. Hann hremmdi konuna á hárinu og dröslaði henni fram og aftur þartil hún hneig á hnén niður. Þá sló hann hana á augun, á munninn — án þess að skeyta hvar högg hans komu niður. . . . Mér varð óglatt við. Mér kom í hug að skerast í leikinn. Svo sem títt er þegar um hreina mannúð er að ræða, þá hefðu afskipti mín orðiö því ofsalegri sem mannúð mín var ríkari, og hún var svo rík að ég hefði gert villimannlega árás og slegið manninn á munninn, á augun — og án þess að skeyta um hvar högg mín kæmu niður. Og lík- lega hefði svipur minn orðið hinn villimannleg- asti, jafnvel dýrslegur, og enginn hefði getað séð að mér gengi göfugmennska til. En hugsunin um þau óþægindi sem kynnu að fylgja í kjölfarið af stundarákefð minni dró úr funanum og latti mig mannúðlcgrar íhlut- unar, Kannski nærvera annars áhorfanda hafi orkað á mig. Það var lágvaxinn, miðaldra, ljós- hærður maður, búkluleitur í framan sem virti atburðinn fyrir sér rósamlega og vottaði fyrir brosi um varir hans. Ég man að í fyrstu vakti jafnaðargeð hans og skeytingarleysi andstyggð mína. En í næstu andrá fór ég að dæmi hans: ég brá höndum í vasa og hélt áfram að horfa á. Mér er sagt að fordæmi séu ómótstæðileg. Oftast (við skulum vera hreinskilin) álítum við með- bróður okkar bjálfa. En jafnan friðþægjum við fyrir okkar eigin ávirðingu með því að fara að hans dæmi. Svo ég náði aftur valdi yfir tilfinn- ingum mínum og stillti mig. Og þar sem ég hafði nú náð taumhaldi á geði mínu, tók „hitt sjálfið" — sá eðlisþátturinn sem ályktar og efast — að tala hástöfum. Ég hef allatíð haldið því fram að réttlætisvitund byggi á ímyndunaraflinu. Áður en við getum orðið hlutlausir dómarar verðum við að þekkja ástæður allar og orsakir sem búa að baki atvik- unum, tengsl og afstæði þeirra hluta sem við dæmum. Við megum ekki láta fyrstu hughrifin ná tökum á okkur, hina ytri mynd hlutanna. Við verðum að kanna leyndar orsakir, allar ástæður, hina löngu keðju saka og gagnsaka, við verðum að þrengja okkur undir hörund þeirra sem við ætlum að dæma, og leita að endum á hinum flækta þræði. Þeirri skyldu verðum við að full- nægja áður en við getum kveðið upp lileypi- dómalaust dómsorð. Hver veit hvernig þessi kona hefur brotið af sér gagnvart ciginmanni sínum, hverjum sársauka hún hefur valdið honum? Flver veit hvað hann gerði fyrir hana, hverjar fórnir hann færði henn- ar vegna; hvað hann hlýtur að hafa þolað og þolað, og fyrirgefið, og þjáðst í hljóði? Hver veit hve djúpt í blygðunarleysi, í óskammfeilni hún hlýtur vegna illsku sinnar og spillingar að hafa sok'kið? Kannski var hún hrottafengin móðir, kannski skildi hún barn sitt eftir örbjarga meðan hún fór sjálf á fund elskhuga síns. Var það þá 6 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.