Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 20

Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 20
undir allri fjölskyldunni, drottnunargjörn, tal- glöð, stálminnug og þrautseig, nísk og ágjörn, og milli foreldranna geisaði löngum heiftúðug styrjöld. Thomas Wolfe var yngstur barnanna, móðirin ríghélt í litla barnið löngu eftir að hann var orðinn stór. Hann var háður hentti andlcga og fjárhagslega þangað til hann var orðinn 25 ára gamall. Hún hafði í bernsku reynt fátækt sára og skort, efnaðist síðan á fasteignabraski. Hann særði með herkjum út úr henni peninga til að afla sér mcnntunar og síðar til að geta helgað sig list sinni, skrifaði henni átakanleg bréf sem voru einsog neyðaróp en þótti hún ekki skilja sig. Hann lýsir foreldrum sínum og fjölskyldu í Engill, horfðu heim. Öngu gat Wolfe gleymt, hann varð að berjast við minningar sínar sem gáfu engin grið en knúðu hann til að vera sí- skrifandi; hann sagði að rithöfundur skiifaði til þess að geta gleymt. Um skeið varð Thomas Wolfe að taka að sér kennslustörf. Hann kenndi bókmenntasögu við New York-háskóla og var yfirmáta samvizku- samur, en hann kvaldist undir þeirri illu nauð- syn að afla fjár með því að vinna annað en skrifa; hann vissi ósköp vel að mikill rithöfund- ur getur ekki þjónað öðru en list sinni án jress að skaðast. Honum létti að geta hætt kennsl- unni, það átti hann að þakka konu sem hann var um skeið bundinn sterkum ástríðuböndum þótt hún væri allmiklu eldri. Þetta var gáfuð og heillandi kona; sem betur fer var hún líka auðug svo hún gat styrkt skáld sitt til að helga sig bókmenntunum einum meðan hann var að skrifa Engill, horfðu heim. Eftir þá bók var fjárhagur hans tryggður með framlögum útgef- enda sem voru þolinmóðir að greiða honum fyrirfram svo að hann gæti skrimt meðan hann var að skrifa næstu bók. Enda tíðkast slíkt er- lendis þar sem bókmenntir njóta einhverrar virðingar. I>að tók fimm ár. Thomas Wolfe var allra manna hæstur vexti og svo fyrirferðarmikill að honum þótti hann vera einskonar Gúllíver í Putalandi, kvaldist af að kenna sífellt til framandleikans, rúmast hvergi með öðrum. Einsemd gnagaði hjartað. Viðkvæmni hans var byrgð inni og brynvarin. í ofurnæmi magnaði hann oft marklaus við- brögð annarra í atvikum virkra daga með ofsa sinna eigin ástríðna, þar sem ekkert gat verið hversdagslegt, ýkti allt svo hann tortryggði stundum einlægustu vini sína, jós ergi sinni yfir þá og var nístur iðrun á eftir. Ein'kum ýfðust ofsóknargrunsemdir hans við vín, Allt líf hans var ýkt og lióflaust. Það sem hann skrifaði er ótrúlegt að magni þegar þess er minnst að hann dó 38 ára gamall. Síðustu árin hafði Wolfe jafnan tvær firnastórar trékistur á miðju gólfi í herbergi sínu og fleygði þangað handritum, gömlum skóm og sendibréf- um, strætisvagnamiðum, treflum og allskyns dóti og plöggum, rifrildi og samansanki því Wolfe hafði erft frá rnóður sinni að geta öngu hent. Eftir dauða Wolfe sat maður að nafni Aswell i 18 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.