Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 45

Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 45
og getur þess þá í formála, að hann kalli verkið Ijóð, sökum þess að það hafi eigindir ljóðs — Its sequences, its logic of imagery, are those of poetry and not of prose . . . En ,,Anabase“ er prentað nákvæmlega einsog saga eða ritgerð. Eliot veit, að ýmsir landar hans muni draga í efa að kalla beri verkið ljóð, og hann tekur sjálfur af öll tvímæli um sjónarmið sitt. En fullum þrjátíu árum síðar er ekki annað að sjá en íslenzkir eddufræðingar þykist vita betur en Eliot, hvað sé ljóð, Þeir um það, ljóðið heldur áfram að lifa. Það lifir í rími og rímleysi, stuðl- um og stuðlaleysi, því Ijóðið er sterkt í veikleika sínurn einsog grannur reyrinn sem stendur af sér storma og hagl. Ég veit engin fræði svo öflug að þau geti grandað ljóðinu nema þau grandi manninum um leið. Jón Ós'kar. BIRTINGUR 43

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.