Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 14

Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 14
um dána manneskju. P é t u r : Sögusmetta með trýnið gretta. A r m b e n d i 11: Etta bretta. P é t u r : (tekur hönd hans) Högg skal á detta. A r m b e n d i 11: Og það skal vera ... P é t u r : Þetta. Armbendill: Naughty boy. P é t u r : (tekur upp stórt rautt nef með hvítri teygju) Góðir áheyrendur, það er ... A r m b e n d i 11: einmitt það (hann tekur upp langt hvítt skegg og festir með teygju á eyrun, lætur á sig gula hárkollu með bláleitum skalla, og er að bauka við að ná einhverju upp úr vasa sínum) P é t u r : Ekki seinna vænna. A r m b e n d i 11: (Hamast við að ná einhverju upp úr vasa sínum) Andartak. P é t u r : (hvíslar mjög hátt) Látið áhorfendur ekki heyra til yðar. (byrjar aftur) Það er ekki seinna vænna. Armbendill: Það er fast. P é t u r : (lítur reiðilega til hans og hvíslar) Það er nokkuð seint núna. A r m b e n d i 11: (hamast) Hott hott. P é t u r : (reynir að skyggja á hinn sem hamast enn, talar mjög hátt og hrópar næstum) Það er ... Það er ... Armbendill: laust núna (hann ber fagur- búið heyrnarhorn að eyra sér) P é t u r : (hvíslar ofsareiður) ekki vonum fyrr (kallar) nei ekki seinna vænna. A r m b c n d i 11: (með heyrnarhornið) Ha? P é t u r : (með mærðarsón) að okkur gefst kostur á að standa hér við gröf hinnar látnu A r m b e n d i 11: (með heyrnarhornið tranandi því að ræðumanni) Hinnar grátnu ... P é t u r : (hvíslar) takk (talar með mærðarsónin- um) Því segir ékki skáldið: hver er sú grátna sem gengur um hjarn, götunnar leitar, og sofandi barn orkar ei áfram að halda? Armbendíll: Mammm-maaa Síminn hringir, og Rödd tvö: Lögreglan liérna. Pétur: (tekur ofan nefið og lætur það á sig aftur) Má ég bjóða gott kvöld. R ö d d II: Engin undanbrögð. Það er lögreglu- stjórinn. P é t u r : Góða nótt. R ö d d II: Stopp. Hafið þér séð konuna mína? A r m b e n d i 11: (hristir höfuðið ákaflega) Aldrei. Aldrei nokkurntíma. Aldrei. (með sorg- arlneim) P é t u r : (í símann eindreginn) Ilvorki séð hana né heyrt. A r m b e n d i 11 : Jú heyrt. P é t u r : Já heyrt. R ö d d II: Fáheyrt? Hvað eigið þér við? I-Iver er meiningin? P é t u r : Sú rödd var svo fögur. Rödd II: Hvurslags andskotans kjaftæði. A r m b e n d i 1 1 : Svo liugljúf og hrein. R ö d d II: Morðingi. P é l u r : (réttir Armbendli símtólið) Ég kann nú ekki við svona. A r m b e n d i 1 1 : Armbendill hér. R ö d d II: (öskrar) Morðingi. Armbendill: Ja þeir sletta skyrinu sem eiga. Rödd II: Frekjudallur morðingi lýðskrum- ari eiðrofi, flagari, fól. Armbendill : (réttir Pétri símtólið) Það cr síminn. P é t u r : Tólf tuttugu og tveir sjötíu og átta. R öd d II: Kvennabósi. P é t u r : Nei halló. R ö d d II: Fjöldamorðingi. P é t u r : Nei þér skulið hringja í þrettán núll einn áttatíu og tveir. (lætur símtólið í vasann og þaðan heyrist uml og skipsflauta) (Það er barið aö dyrum, harkalega.) b á ð i r ; (grípa hvor í annan tlauðahaldi) Ko- komm ... (inn aka tvær hvítar mýs í' litlu húri

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.