Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 24

Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 24
komin súð. Séra Hóseas Árnason lét reisa kirkj- una með ærnum tilkostnaði og lánaði sjálfur mestan hluta kostnaðarverðsins, en varð síðan að hröklast frá brauðinu vegna skulda og galt þar stórhugar síns og framsýni. Hann segir eins og í afsökunartóni í bréfi til biskups, þegar hann sækir um annað brauð til þess að rétta við fjár- hag sinn: „En fyrir því valdi ég þennan kost, að mér þótti svo mikils um vert að kirkjan bæði gæti orðið varanlcg og guðsþjónustunni sam- boðin.“ Ég vona, að sveitungar séra Sigmars og velunn- arar Skeggjastaðakirkju láti ekki sömu villuna henda sig og fyrirrennararnir féllu í, en veiti honum góðan stuðning í þcirri sjaldgæfu við- leitni að bjarga stílhreinu og ágætu guðshúsi frá fordjörfun. Séra Sigmar hefur einmitt á þessu ári staðið í fjárfrekum framkvæmdum kirkj- unni til góða. Sú viðreisn hefur á flestan hátt tekizt vel, nema hvað stöpull, sem klofvega húkir á hliðarbyggingu eins og sending frá Ægissíðu í Reykjavík, orkar mjög tvímælis. Sigmar á þakkir skilið fyrir hollustu og tryggð við S'keggjastaða- kirkju, sem enginn annar en timburmeistari Ól- afur Briem á Grund er höfundur að. Því miður get ég ekki sýnt lcsendum Birtings mynd af kirkj- unni nú, sökum þess að viðgerð var ekki að fullu lokið, þegar við vorum þar á ferð í sumar. Á Vopnafirði hefur verzlun lengi verið rekin: einokunarverzlun, selstöðukaupmenn og nú síS- ast hið sjálfsagða kaupfélag. Vopnfirðingar hafa fylgzt mun betur með tímanum en Vestfirðing- ar: þeir eru fyrir löngu búnir að losa sig við jafn ómcrkileg mannvirki og 200—300 ára gömul hús. Hið síðasta þeirra mun hafa verið rifið árið 1918 eða 1919. Þó eru þar enn til hús, sem merkileg mega teljast fyrir margra hluta sakir: hús er fyrrnefndur Bald reisti fyrir þá bræður Pétur og Einar Gudjohnsen bcr reisn og fegurð evrópskrar listgeymdar, við loftstigann í gömlu húsi hneig ungur snillingur, Kristján Fjalla- skáld, örendur um aldur fram, og er markverðast við þetta hús, að við kvistinum þar sem skáldið bjó síðustu ævistundir sínar hefur Iíklega ekkert verið hróflað síðan, að minnsta kosti ekki utan frá. Fylgir hér mynd af kvistinum. í grúski mínu hef ég rekizt á tvær ágætar svip- myndir af Kristjáni, sem lítt munu kunnar, og vildi ég því leyfa lesendum Birtings að líta á þær. Önnur er í æviminningum Friðriks Guð- mundssonar, bónda á Syðra-Lóni á Langanesi, en hann fluttist á fullorðinsaldri til Kanada, og þar ritaði hann endurminningar sínar í hárri elli og orðinn blindur, óvcnju snjalla bók, sem verðskuldaði annað en falla í fyrnsku. Friðriki segist svo frá: „Sumarið 1867 var Kristján heitinn Jónsson, kallaður Fjallaskáld, kominn heim úr latínu- skólanum í Reykjavík, og hafði hann kosið að hvíla sig á Víðihóli hjá föður mínum í nokkra daga, áður en hann fór út í kaupavinnu, til und- irbúnings fyrir næsta skólaár. Hann var látinn 22 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.