Birtingur - 01.06.1968, Page 27
EINAR BRAGI: SEX LJÓÐ
Nafnlaust 1 j ó ð
Ég sem orðum ann
nefndi einatt í auðmýkt
konu, mann
líf mold vatn,
á vörum brann
veikasta sögnin
að elska,
fann mér hóglega
á hjarta lagt:
án mín fær skáldið
ekkert sagt.
Hver ert þú?
Ég er þögnin.
Einmæl i
Ennþá ljóðar áin í æðum mér gegnum svefn-
inn, og segði einhver ég ætti að sleppa í hana
seiðum, svo að hún gæfi laxmönnum einnig
nokkuð í aðra hönd, hlyti ég að færast undan,
því að hún mundi skera sig á girninu og fæl-
ast veiðimalið’ í hjólinu, speglar hyljanna gætu
brotnað við sporðaköstin, og þá væri dýpsti
unaður árinnar frá henni tekinn, eintal henn-
ar við skýin: eilífðin — er það dagur barns að
morgni eða þrá mín eftir að sofna við andar-
drátt þess að kvöldi, svo að við fáum hvílzt
hvort í annars draumi?