Birtingur - 01.06.1968, Page 30

Birtingur - 01.06.1968, Page 30
Æðurin var alltaf fuglinn minn: hún vakir yfir eggjum sínum, ann sér ekki matar, sýpur aðeins regn af stráum til að slökkva sárasta þorstann, meðan hún bíður, bíður eftir að fá að fylgja börnum sínum stuttan spöl úr dúnmjúku hreiðri að nágulum goggi vargsins. Brennifórn Motto: Annað cins gerist ckki hór. Við crura svo þroskuð. Á hverjum degi frá því hún vann klaustureið- inn hafði hún gengið í svörtu með talnaband sitt og hvítan höfuðdúk til og frá kirkju alltaf á sömu stundu, og konurnar við Hólavallagötu settu eldhúsklukkur sínar eftir henni hugsandi með vorkunnsemi: veslings unga fallega systir, hví snart ástin þig aldrei svo að þú brynnir? Þar til einn dag fyrir skömmu, að hún skund- aði þvert úr leið og nam staðar í miðju Landa- kotstúni. Þetta var í ljósaskiptunum og sást, að hún bar fyrir sér lýðveldisfánann. Fyrr en nokkurn varði var hún búin að kveikja í klæð-

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.