Birtingur - 01.06.1968, Síða 34

Birtingur - 01.06.1968, Síða 34
arstarfsemi verður nefnilega í engu fjand- samleg íbúðum, þegar séð er fyrir aðskilnaði gangandi og akandi umferðar, hún er þvert á móti æskileg, því að slík starfsemi er í auknum mæli þjónusta og aðalvinnustaðir íbúanna. Meira að segja hin ákveðna skipting milli iðn- aðar- og íbúðasvæða hefur verið gagnrýnd á síðari árum, þótt hún líka hafi almennt verið notuð. Vaxandi hluti iðnaðar er nú þrifalegur og hávaðalítill, ólíkt því sem áður var, vegna þess að kolaorka er á undanhaldi og raforka, úrgangsefnalaus, tekur við. Þessi hluti iðnað- ar eða handverks á gjarnan heima í nábýli við íbúðarhverfi sem hann veitir atvinnu. Þessi þáttur svæðaskiptingar á þó að miklu leyti rétt á sér, því að iðnaður og hafnir þurfa mik- ið svigrúm, útþenslusvæði og breytingamögu- leika sem þola ekki nábýli við íbúðir. Hins vegar er ástæðulaust að fjarlægja smáiðnað, sem oftast er mannaflsfrekur, frá íbúðarhverf- um, og fleiri og fleiri skipulcggjendur telja það firru eina. Hin mjög sterku rök sem komið hafa fram gegn svæðaskiptingu, hafa nú þegar áhrif utan hópa framúrstefnumanna. Nýlega hefur verið ákveðið að efla íbúðarhverfin á Manhattan og miklar íbúðarbyggingar hafa verið reistar á miðhluta Chicago, þar á meðal hinir frægu turnar Marina-City. í nýbyggingaráformum Parísar er gert ráð fyrir að öll hverfi a. m. k. í innri hluta borgarinnar verið blönduð skrif- stofu- íbúða- og skólahverfi. Nú hljóta menn að spyrja: hverjar eru þær hugmyndir sem nú eru að taka við í skipu- lagningu og munu borgir framtíðarinnar líkjast meir gömlum borgum en þeim sem nú eru byggðar? Gagnrýni sú sem komið hefur fram á svæða- skiptingar á ekki við um allar meginreglur Aþenusáttmálans. Meginstefna hans um að þörfum manna skuli ætíð vel fullnægt er auð- vitað í fullu gildi, og nú er litið á aðskilnað gangandi og akandi umferðar sem sjálfsagðan hlut í öllum nýhverfum. En ein grein sátt- málans virðist hafa dapurlega gleymzt meðal skipuleggjenda: Framúrstefnumennirnir 1933 lögðu á það megináherzlu að ekkert gott skipu- lag verði unnið án hrifningar og ímyndunar- afls, gagnrýni og aðlögunar að aðstæðum og landi Skipuleggjendur greinir á um ým- is mál og þó sérstaklega um umferð og áhrif hennar á mannfélagið, enda hafa umferðar- vandamál eftirstríðsáranna beint mjög áhuga þeirra að þeim þætti borgarmyndunar. Lausn- ir umferðarvandamála kunna að virðast fjar- lægar almenningi og þær er erfitt að skýra í stuttu máli. Hins vegar ber að gæta, að þær lausnir eða ólausnir sem beitt er við umferð munu hafa víðtæk áhrif á daglegt líf alls al- mennings og breyta borgarmyndun jafnvel 32 BIRTINGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.