Birtingur - 01.06.1968, Page 44

Birtingur - 01.06.1968, Page 44
Harry Martinson: Skipstj órinn Tómas er nafn mitt, skipstjóri á skútu, veginn um nótt af Góa hinum handsterka ræningja úti fyrir strönd Krítar. Við komum með farm af Sídondúkum frá Týros, sem við höfðum vandvirknislega borið í malurt og ilmreykt til þess að verjast myglu og fúa. Meðan við vorum önnum kafnir undir þiljum að handleika vörurnar og sundurgreina þær, tókst honum með hugvitsamlegum breytingum raddar að ginna okkur upp á pall skipsstigans, þar sem ljóskerið lá í molum, og þá var honum hægurinn hjá að láta menn sína murka úr okkur lífið. I Hades naga ég mig enn í handarbökin vegna þess að ég skyldi ekki liafa fleiri menn á verði uppi á þiljum, því þá hefðum við eflaust rutt öllum ræningjaskaranum fyrir borð, borgið skipi okkar og komið hinum frábæru Sídondúkum heilu og höldnu til Krítar.

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.