Birtingur - 01.06.1968, Síða 56
JÓN ÓSKAR: GANGSTÉTTARDRÁPA
Ég fann dásamlegan ilm — það var malbikið-----þegar
ég kom út á götuna og hafði lokað bókinni mettaðri margra ára
geymsluþef — hún hafði aldrei verið opnuð fyrr.
Ég veðrast samt ekki fyrr en nasir mínar þreytast.
Jólaljósin vitrast mér enn, það er vor.
Hví geng ég þá enn fram á blóðugar ófreskjur
og járngráa skriðdreka hlaðna margföldu böli.
Og stúlkan forsmáði mig vegna stríðshetju.
Þetta er það sem kallað er
Harmagrátur um unnustuna.........
Ég fór að hitta hana í síðasta sinn, sakbitinn, því öll
lygi hennar hvíldi á mér.
Þá sá ég að henni var farið að vaxa skegg, ég girntist hana
ekki Iengur og ég tók ekki lengur sök hennar á mig,
en ég aumkvaði hana.
Og meðaumkvun mín beindist að öllu mannkyninu, Jsví yndi
mitt var allt mannkynið.
Það cr óskiljanlegt!!!
En Jxið skilja þeir sem hafa ekki drepið yndi sitt nema
í misgripum fyrir sjálfan sig, en orðið svartsýnir af að reyna afl
sitt við ósigrandi mátt í náttúru konunnar, hugsjúkir af
sykursýkibróður eða magasárum og sífelldlega hungraðir og
Jsyrstir, maulandi súkkulaði, nartandi hæglátlega í kexkökur,
drekkandi portvín af stút, síþyrstir í vín og varir, blóðrauðar
og meyvotar, meyjarvarir og drengsvarir, eins og sá sem kvað. . .
æ, nú hef ég gleymt kvæðinu . . .
Og til eru þeir sem hafa hugsað um sjálfsmorðið í þorstanum
og kvölinni: