Birtingur - 01.06.1968, Side 68

Birtingur - 01.06.1968, Side 68
JÓN ÓSKAR: KAFLI ÚR ÓPRENTAÐRI BÓK Seinni veturinn sem ég var í gagnfræðaskól- anum Flensborg hætti ég um áramótin 1939— 1940, því foreldrar mínir vildu að ég færi á gagnfræðanámskeið í menntaskólanum í Reykjavík, sem þá var haldið fyrir utanskóla- nemendur sem vildu freista þess að komast upp í menntaskólann og fá þannig tækifæri til að halda áfram námi eða „ganga mennta- veginn“ eins og það var kallað í þá daga, en til þess þurftu slíkir nemendur að fá 1. ein- kunn á gagnfræðaprófi við menntaskólann. Þá var ekkert landspróf. Ég settist að hjá frændfólki mínu á horni Klapparstígs og Lindargötu. Kynni mín af því fólki hafa verið mér ómetanleg. Það vill oft verða svo, þegar mikið er að þakka, þá verður ekkert úr þakklætinu. Allt, sem maður vildi gera til að þakka það sem stærst er og mest gildi hefur, verður of lítilfjörlegt til að fram- kvæmast. Hjá systrunum Guðrúnu og Kristínu Jóhannsdætrum hafði ég húsaskjól og viður- gerning eins og hezt varð á kosið. Ég hafði ákjósanleg skilyrði til lærdóms og hefði þess vegna átt að geta staðið mig vel á gagnfræða- prófinu. En því miður las ég margt annað fremur en kennslubækurnar. Og það kom mér í koll. Ég hafði tekið eftir því að á horni Ingólfs- strætis og Amtmannsstígs var bókasafn. Það var í daglegu tali nefnt Alþýðubókasafnið, en stundum bæjarbókasafnið. Þangað vandi ég komur mínar. Lestrarsalurinn var lítill. Þar voru langborð tvö eða Jrrjú sem menn gátu lesið við. Ég sá marga sérkennilega menn koma í Jænnan sal, en aldrei kvenfólk. Flestir lásu dagblöðin sem lágu þarna frammi. Einn las Prestasögur eftir Óskar Clausen. Sú bók virtist vera honum nóg. Þetta var baraxla maður með svipað andlitsfall og Lenín, dökkur á húð og hár, píreygður. Öðru hverju rak hann upp tvö eða þrjú einkennileg bofs. Þá var hann að hlæja að einhverri fyndni í prestasögunum. Annars ríkti þögn í salnum, nema skrjáfið í dagblöðunum þegar menn voru að fletta. Þarna var margt bóka sem menn gátu tekið beint út úr hillunum og lesið, meðal annars Eimreiðin, líklega allir árgangarnir frá upp- hafi, og ekki enn farið að halla verulega undan fæti fyrir því gamalgróna riti. Og í nánd við Eimreiðina var Georg Brandes. Ég minnist einkum tveggja bóka hans: Urkristen- dommen og Store Personligheder. Löngu seinna, eftir að safnið var flutt í annað liús- næði, gott ef það var ekki búið að fá virðu- legra nafn, þurfti ég á Jwí að halda að afla mér upplýsinga í bók llrandesar Store Per- sonligheder. En þá fann ég hana ekki í safninu. Ég fór þá í Landsbókasafnið og leit- aði í spjaldskrá þess, en þar fannst hún ekki heldur. Ég spurði greinagóða menn, hvort 66 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.