Birtingur - 01.06.1968, Page 76

Birtingur - 01.06.1968, Page 76
Eruð þið blóðugir um hendurnar? Gleymið því Skriðuð þið og luguð, hrifsuðuð þið og hámuðuð í ykkur? Gleymið því Heyrðuð þið ekki það, sem jafnvel þrestirnir klifuðu á? Gleymið því Neydduð þið jafnvel börn til að hvísla? Gleymið því Tröðkuðuð þið á hlekkjuðum? Gleymið því Hræktuð þið á fallna? Gleymið því Drukkuð þið ykkur sæla í tárum annarra og svita? Gleymið því Gleymið öllu öllu öllu, hljóðfæraleikarar næturinnar Gleymið því Svetloslav Veigl: Mannslega andlitið Hnúturinn hertist að höndum yðar sem leituðuð mannslega andlitsins í skýjunum. Þeir jusu for yfir hreina drauma yðar, enn skína þó stjörnurnar í lágnættismyrkrinu.

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.