Birtingur - 01.06.1968, Page 81

Birtingur - 01.06.1968, Page 81
HRAFN GUNNLAUGSSON : TVÖLJÓÐ Á sviði Þegar tjaldið rofnar veiztu að ég mun standa örvilna á miðju sviði og skyggnast út í salinn. Allra augum er að mér beint og engrar undankomu auðið. Ég vil ekki leika þetta hlutverk en ég verð: Býð henni upp í dans. Svíf með henni í ljósi eltikastarans. Geri hana ólétta í öðrum þætti. Held framhjá henni í þriðja þætti. Bið hana afsökunar og giftist henni í fjórða þætti við mikinn fögnuð áhorfenda. Allt endar vel og í gegnum fögnuðinn finn ég sjálfan mig riða undan hugsuninni um alla óskrifuðu þættina; steinhúsið, bílinn, þvottavélina, sjónvarpið, pelsinn, heimboðin o.s.frv. En segðu mér þá Sigurður og Vilmundur er þetta allt að leika hlutverk sitt skikkanlega á enda en bíða óhamingjusamur eftir fagnaðarlátunum í lokin?

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.