Húsfreyjan - 01.03.1955, Síða 4

Húsfreyjan - 01.03.1955, Síða 4
tímann og ýmist litað úr þeim nýjum eða þær þurrkaðar til geymslu. Litarmagn jurtanna er mjög misjafnt eftir því, hvort þær eru þurrar eða blautar, vanþroskaðar eða vel þroskaðar. Ekki mega jurtirnar hrekjast við þurrkun; bezt er, að þær þorni fljótt við súg, en ekki sól, og geym- ist síðan í grisjupokum. Lyng má þó ekki þurrka, en tína það í þurru veðri og geyma síðan í grisjupokum í þurrum kjallara. Allt, sem litast skal, þarf að þvo mjög vel úr sóda, sápu og þvottadufti, annars verður liturinn blæljótur. Bezt er að nota sem mýkst vatn, t. d. regnvatn. Bandið skal vera blautt og stöðugt þarf að greiða það og þvæla í pottinum svo að það mis- litist ekki. Bezt er að lita í eirpottum eða gleruðum ílátum. Einnig má nota alúmín- ium eða járnpotta, en þeir þurfa mikla hirðingu, svo að ekki leysist úr þeim sori, sem spilli litnum. Litunarþvaran verður líka að vera vel hrein. Mörgum náttúrlegum litum hættir til að fölna og upplitast úr hófi fram, nema sérstök litfestiefni séu notuð. Þau eru þá annað hvort leyst upp og soðin með bandinu áður en það er litað eða látin uppleyst út í sjálfan litinn, sem er venju- legast seyði af jurtunum. Þessi litfesti- efni þarf þó að nota með mikilli ná- kvæmni, eigi að nást góður árangur. Lit- festiefnin gera bandið móttækilegra fyrir litinn, en auk þess má auka fjölbreytni litbrigða af einni jurt með því að nota fleiri tegundir litfestiefni. Helztu litfesti- efnin eru álún, blásteinn, járnvitriol, kop- arvitriol, pottaska og hérlendis er keita einnig notuð í sama tilgangi. Venjulegast eru jurtimar soðnar nokk- uð lengi áður en það, sem lita á, er sett út í. Ekki má sjóða í pottinum, er bandið er sett í, heldur er suðan látin fara úr á meðan, og sjóði hægt eftir það. Þegar réttur litur er fenginn, er bandið skolað vandlega úr hreinum vötnum og þurrk- að síðan, þó ekki í sól eða nálægt ofni. í stöku tilfellum er bandið látið kólna í litnum áður en það er skolað. tír íslenzkum jurtum fást óteljandi lit- brigði af gulum, brúnum, grænum og grá- um litum og jafnvel bleikum, en rautt og blátt fyrirfinnst þar ekki. Engu að síður eru þeir litir til i náttúrunnar ríki, og vil ég nú reyna að gera lítils háttar skil helztu útlendum náttúrulitum. Indígó er dökkblár litur, unninn úr indígóplöntunni, sem ræktuð er víða um heim, þar sem loftslag er nógu heitt fyrir hana. Bezta indígó er frá Bengal í Indlandi og Jövu. Indígó er meðal elztu litunarefna, sem sögur fara af, og var að líkindum fyrst notað í Indlandi og Egyptalandi, en flutt- ist til Evrópu á 16. öld og er enn víða notað. Indígó hefur nokkra sérstöðu með- al náttúrlegra litarefna. Það er óupp- leysanlegt í vatni og verður því fyrst að láta kemisk efni verka á það, t. d. pott- ösku eða brennisteinssýru, og hérlendis mun kpita oftlega hafa verið notuð. Lit- arefnið er þá látið saman við kemísku upplausnina og síðan er þessi blanda lát- in standa á hlýjum stað einn eða fleiri sólarhringa, eða þar til ólga er komin í hana og hún freyðir. Þá er hún tilbúin til notkunar. Indígóliturinn er þá settur út í kerið, sem lita á í, ásamt hæfilegu magni af vatni. Indígó er kaldur litur (ekki soðinn), verkar vel á ull og bómull og þarfnast ekki litfestiefna. Eigi að lita ljósari bláa liti, er það, sem lita á, sett sjaldnar í og haft skemur niðri í litun- arbaðinu. Or þurrkaðri og malaðri rót af möðru- tegundinni Rubia tinctoria fæst rauðgult litarefni. Forn-Egyptar notuðu'þetta lit- arefni, Márar ræktuðu jurtina á Spáni, en nú er það einkum flutt út frá Niður- löndum. Það var áður talið allra litar- efna þýðingarmest, en hefur nú mjög tapað gildi sínu. 4 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.