Húsfreyjan - 01.03.1955, Page 5

Húsfreyjan - 01.03.1955, Page 5
Ekki eru öll náttúrleg litarefni úr jurtaríkinu. Cochenille (Coccus cacti) er skjaldlús, sem lifir á kaktusum á Spáni, Mexíkó og Suður-Ameríku. Þessi skepna er þurrkuð og möluð og fæst þá úr henni ýmist silfurgrátt, rautt eða dökkbrúnt lit- arefni, sem tekur vel á ull, en er ófull- nægjandi á bómull. Venjulega er verzlað með lús þessa í heilu líki og hún fyrst möluð rétt áður en hún er lögð í bleyti til að lita af henni. Með því að lita fyrst með einum lit og síðan yfir með öðrum, má enn fá fjöl- breytni í litbrigðin. Ef t. d. fyrst er litað gult, en síðan yfir með bláu, má fá fram grænan lit samkvæmt því litalögmáli, sem við könnumst vel við. En þess ber að gæta, eigi að fá fram skæran og hreinan lit með þessari aðferð, að bæði undir- litur og yfirlitur séu einnig hreinir hver fyrir sig, annars er engin von um hrein- ræktað afkvæmi. Nú hafa hinir náttúrlegu litir þokað að miklu leyti fyrir ýmsum gervilitarefn- um, sem framleidd eru í verksmiðjum í stórum stíl og notuð í öllum meiri háttar iðnaði. Þeir litir eru ódýrari og auðveldari í notkun en hinir náttúrulegu. Enn sem fyrr eru samt jurtalitirnir í sínu fulla gildi í allri handavinnu og við skulum vona, að þeir megi sem lengst gefa íslenzkum hannyrðum sinn milda yndisþokka og frumstæða kraft, sem er svo mjög í ætt við náttúru landsins okkar. SJÁLFSLÝSING Ég er orSin fótafúin, fjöriS dvínaS, œskan búin, geng ég lotin af gigt, og snúin, gráhœrt flak, af elli sljó, einhvern neista á ég þó, innra, kannski er þaS trúin á þaS fagra og góSa, sem í œsku allt mér vildi bjóSa. Mín er óskráS sorgarsaga, ég sá þó marga gleSidaga í Rangárþingi. JJm heimahaga hugurinn flýgur marga stund. Þá átti ég létta lund. En orS mín urSu oft til baga, er þau. flutu af vörum, því fljótt ég skipti skapi bæSi og svörum. Nú er orSiS seint aS sinna sumu því, sem átti aS lilynna aS, og reyna verk sín vinna vel, sem áttu aS fara úr hönd. Mér fannst ég vera fœrS í bönd og örlögum þeim aldrei linna, sem á mig gjörSu falla. Ctþráin, hún allt af var aS kalla. Gráta skal ei gengna daga, gjarnan mœtti eitthvaS laga ennþá, og verSa ei til baga öSrum, svo aS tjón sé aS. Rétt vœri aS reyna þaS. t handarbökin liœttu aS naga, því hér er nóg af gleSi, og sálina aldrei setti ég aS veSi. HleiSur. HÚSFREYJAN 5

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.