Húsfreyjan - 01.03.1955, Page 6
Gu'Slaug Narfadóttir!
í BORG OG SVEIT
Þegar ritstjóri „Húsfreyjunnar" fór
þess á leit við mig, að ég skrifaði nokkur
orð um þann mun, sem ég teldi vera á
kjörum húsmæðra í kaupstöðum og sveit-
um, hefur hún talið, að ég væri þessu
nokkuð kunnug eftir að hafa búið 20 ár
í sveit, en að öðru leyti dvalið í kaupstað.
Kjör fólks eru misjöfn hér á landi eins
og annars staðar. Sumt fólk býr við alls-
nægtir, aðrir við sára fátækt. Þessi mis-
jöfnu kjör mæða ekki sízt á húsmæðr-
unum, sem þurfa að sjá um, að allir fái
eins mikið og hægt er að veita þeim.
Það hefur oft verið sárt fyrir fátækar
konur með mörg börn að lifa við þessar
ástæður, geta ekki veitt börnum sínum
það, sem þeim var nauðsynlegt og vita,
að þau kynnu að búa að þessari vöntun,
ef til vill alla ævi.
Þessi misjöfnu kjör hafa verið bæði í
kaupstöðum og sveitum og eru, því mið-
ur, enn, þó að sárasta fátæktin sé nú,
sem betur fer, minni en áður fyrr.
Þegar ég, nærri þrítug að aldri, flutt-
ist upp í sveit eftir að hafa verið kaup-
staðarbarn alla tíð til þess tíma, þóttist
ég fær í flestan sjó. Ég hafði sem sé verið
í kaupavinnu mörg sumur og hafði bæði
eldað í hlóðum og hleypt skyr og hélt
mig kunna sitt af hverju, sem sveitalíf-
inu kom við. En þegar í sveitina kom,
breyttist hljóðið í strokknum. Margt
þurfti að læra umfram það, sem ég hafði
komizt af með í kaupstaðnum og hafa
hugann á mörgu. Umgengnin við búpen-
inginn: kýr, hesta, kindur, hænsni og
jafnvel hundinn og köttinn krafðist sí-
vakandi huga. öllu þurfti að sinna. Og
hver er sú húsmóðir í sveit, sem ekki tek-
ur þátt í þessu og eignist marga vini með-
al húsdýranna? Vini, sem gefa henni rík-
ara og fyllra líf en hún getur eignast
nokkurs staðar annars staðar. Þekkja
ekki allar sveitakonur þann yl og þá ham-
ingju, sem streymir um mann, þegar hús-
dýrin fagna manni og gefa þannig í skyn,
að milli þeirra og húsmóðurinnar hafi
myndazt leyniþráður, sem enginn þekkir
nema sá, sem sér til sálubótar hefur um-
gengni við dýrin?
Myrkrið og kuldinn voru mínir verstu
óvinir í sveitinni. Húsakynnin hjá öllum
fjölda manna voru þá slæm og nokkur
viðbrigði fyrir mig, sem hafði alizt upp
við rafmagnsljós, að þurfa nú að nota
misjafna lampa. Hef ég því alltaf talið,
að bætt húsakynni og rafmagn væri mest
aðkallandi umbætur fyrir sveitirnar, og
það tvennt mundi einmitt verða til þess
að létta stöðu sveitakonunnar, og gera
hana ánægðari og koma konunum til að
una lífinu betur en þær gera núna. Því þótt
húsfreyjurnar í sveitinni hafi óneitan-
lega mikið að gera, þekki ég enga, sem
ekki er full áhuga fyrir búskapnum í
heild og ekki fylgist með og gleðst við
hverja nýja sáðsléttu eða aðrar umbætur,
sem gerðar eru á bújörð hennar. Enga
konu þekki ég heldur, sem ekki játar það,
að það bezta, sem hún geti gert fyrir
6 HÚSFREYJAN