Húsfreyjan - 01.03.1955, Síða 8
f - \
Rannveig Þorsteinsdóttir:
Okkar á milli sagt
Kvenfélagasamband Islands er 25
ára nú á þessu ári, var stofnað árið
1930. Ákveðið hefur verið að minnast
afmælisins með móti í Reykjavík í vor
og bjóða til þess formönnum kvenfé-
laga hvaðanæva af landinu eða í for-
föllum formanns annarri konu úr að-
alstjórn.
Félög Kvenfélagasambandsins eru
nú alls 212 og eru þau dreifð um allt
landið. Fulltrúar þessara félaga hafa
aldrei komið saman á einn stað, held-
ur aðeins heima í sínu héraði. Hér er
því um fullkomna nýung að ræða í
málefnum sambandsins og var nokkur
ótti um það, þegar farið var að ræða
málið, að ekki mundi verða hægt að
fá þátttöku frá félögunum. Það varð
því fyrsta skrefið að leita til félags-
formannanna um það, hvort þær
myndu taka þátt í mótinu. Eftir þeim
tilkynningum, sem borizt hafa, er óhætt
að fullyrða, að þátttaka verður mjög
mikil og almenn og er það sannarlegt
tilhlökkunarefni fyrir konur þær, sem
vinna að félagsmálum um allt land að
eiga von á því að hittast og kynnast
á þessu væntanlega móti.
Fyrirkomulag mótsins verður sem
hér segir:
6. júní, mánudag um kvöldið verð-
ur mótið sett með hátíðasamkomu í
Sjálfstæðishúsinu. Þar flytja ávörp for-
seti sambandsins frú Guðrún Péturs-
dóttir, Steingrímur Steinþórsson, fé-
lagsmálaráðherra og heiðursforseti
sambandsins, frú Ragnhildur Péturs-
dóttir. Einnig verður upplestur, ein-
söngur og kórsöngur.
7. júní, þriðjudag, verður fyrir há-
degi opnuð sýning heimilisáhalda, sem
komið verður upp í sambandi við mót-
ið og verður mótsgestum boðið að vera
við opnunina. Síðari hluta dags verð-
ur samkoma í Tjarnarbíó, þar sem flutt
verða erindi um málefni kvenfélaga-
sambandsins. Um kvöldið verður sam-
sæti fyrir mótsgesti.
8. júní, miðvikudag, verða utanbæj-
arkonurnar gestir kvenfélaganna í
Reykjavík. Verða þá heimsóttir merkir
staðir í bænum og fleira gert, sem
gestunum getur orðið til ánægju og
fræðslu.
9. júní, fimmtudag eftir hádegi, verð-
ur farið til Þingvalla. 1 heimleiðinni
verður snæddur miðdegisverður að Hlé-
garði í Mosfellssveit í boði kvenfélaga-
sambandsins og lýkur mótinu þar.
Daginn eftir, föstudaginn 10. júní,
hefst svo landsþing K. í.
Þetta væntanlega mót verður eitt
hið stærsta kvennaþing, sem haldið
hefur verið hér á landi, einkum þegar
þess er gætt, að konur þær, sem boðn-
ar eru, eru fulltrúar fyrir um 12000
konur. Boðið til formannanna um að
Frh. á bls. 28.
v
8 HÚSFREYJAN
i