Húsfreyjan - 01.03.1955, Side 14
Heimilishjálp í viðlögum
Eins og kunnugt er voru áriS 1952 samþykkt
á alþingi lög um heimilishjálp í viðlögum. Mun
konum víðsvegar um landið leika hugur á, að
fœra sér lög þessi í nyt, en hafa talið sig of
ókunnugar löggjöf þessari til þess að geta beitt
sér fyrir slíkum framkvœmdum. ,,Húsfreyjan“ vill
nú bœta úr þessu með því að flytja lesendum
sínum lögin í heild, en þau eru á þessa leið:
1. gr.
Sveitarstjórnum og sýslunefndum er heimilt
að ákveða, að setja skuli á fót í umdæmum þeirra
heimilishjálp í viðlögum samkvæmt lögum þess-
um. Hlutverk hennar er að veita hjálp á heim-
ilum, þegar sannað er með vottorði læknis eða
ljósmóður eða á annan hátt, sem aðilar taka
gilt, að hjálparinnar sé þörf um stundarsakir
vegna sjúkdóma, barnsburðar, slysa, dauðsfalla
eða af öðrum ástæðum.
2. gr.
Nú gerir sveitarstjórn eða sýslunefnd samþykkt
um, að í umdæmi hennar skuli komið á fót
í starfi sínu fyrir málefni heimilanna og
kvenna yfirleitt.
Og þótt Island liggi eitt sér fjarri hin-
um Norðurlöndunum, þá finna Islending-
ar það glöggt, og íslenzkar konur ekki
sízt, hve skyldileiki þjóðanna er mikill
og hve Norðurlöndin eiga margt sam-
eiginlegt að fornu og nýju. Við erum af
hinunm sama stofni og það sýnir sig í
dag í áþekkum félagsþroska og svipaðri
löggjöf á mörgum sviðum, þrátt fyrir
breytilega sögu ríkjanna og ólík lönd.
Það er ótal margt, sem tengir saman
hinar norrænu þjóðir og meðal þess eru
böndin, sem binda saman Húsmæðrasam-
band Norðurlanda. Við vitum, að þessi
bönd eru sterk, og íslenzkar konur treysta
því, að þrátt fyrir fjarlægðirnar og mis-
munandi aðstæður, þá verða þeir þræðir,
sem tengja þær félagssystrunum í Hús-
mæðrasambandi Norðurlanda æ fleiri og
sterkari eftir því, sem árin líða.
heimilishjálp í viðlögum, og skal þá með sór-
stakri reglugerð, er félagsmálaráðuneytið stað-
festir, kveða nánar á um starfsemi þessa.
3. gr.
Framkvæmd heimilishjálpar má fela sérstakri
nefnd, sem sveitarstjórn eða sýslunefnd kýs, og
skal að minnsta kosti ein kona, er hefur þekk-
ingu á heimilisstörfum, vera í nefndinni. Heim-
ilt er enn fremur að fela framkvæmd heimilis-
hjálpar sjúkrasamlögum, kvenfélögum eða sér-
stakri stofnun undir yfirstjórn hlutaðeigandi
sveitarstjórnar eða sýslunefndar.
4. gr.
Heimilishjálp veitist gegn endurgjaldi sam-
kvæmt gjaldskrá, er sveitarstjórn eða sýslu-
nefnd setur og róðherra staðfestir. Heimilt er
sveitarstjórn eða sýslunefnd að gefa eftir hluta
af greiðslu fyrir veitta heimilishjálp eða fella
greiðslu alveg niður, þegar efnalítið fólk á í
hlut eða aðrar sérstakar ástæður til slíkrar íviln-
unar eru fyrir hendi.
5. gr.
Heimilt er sveitarfélögum að gera með aór
samning um sameiginlega heimilishjálp í um-
dæmum sínum.
6. gr.
Á þeim tímum, sem húsmæðraskólarnir starfa,
skulu þeir halda uppi kennslu, ef húsrúm og
aðrar aðstæður leyfa, til leiðbeiningar konum,
sem taka vilja að sér að stunda heimilishjálp
samkvæmt lögum þessum. Fer um kostnað við
kennslu í þeim greinum á sama hátt og annan
rekstrarkostnað húsmæðraskólanna.
7- gr.
Ríkissjóður endurgreiðir % hluta af halla þeim,
sem sveitarsjóðir og sýslusjóðir kunna að verða
fyrir af starfsemi heimilishjálpar.
Reikningar skulu árlega sendir félagsmála-
ráðuneytinu, er þeir hafa verið endurskoðaðir.
Ráðuneytið ákveður endurgreiðslu ríkissjóðs á
hluta af rekstrarhalla sveitarfélaganna vegna
heimilishjálpar.
8. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Gjört í Reykjavík, 25. janúar 1952.
Stenigrfmur Steinþórsson. Jón Pálmason.
Jón Ásbjörnsaon.
14 HÚSFREYJAN