Húsfreyjan - 01.03.1955, Side 19
Halldóra Eggartadóttir:
RYKSUGAN OG NOTKUN HENNAR
Mikill vinnuléttir er að eiga ryksugu,
því að hún sparar bæði tíma og vinnu-
orku húsmóðurinnar. Hún eykur á hrein-
lætið, þar sem hún sogar allt ryk í burtu,
og engin hætta er á, að það flytjist til
eins og stundum getur komið fyrir, þeg-
ar verið er að sópa eða þurrka af. Það
fer auk þess betur með teppin og hús-
gögnin að hreinsa þau með ryksugunni,
heldur en að berja þau og bursta.
Það borgar sig því að eiga ryksugu,
jafnvel þó að heimilið sé lítið — og hún
er blátt áfram nauðsynleg þar sem meira
eða minna er af teppum og mottum á
gólfum.
Ryksugan á að vera þannig byggð, að
loftstraumurinn sé hreinn, þegar hann
fer í gegnum mótorinn. Rykpokinn á því
að vera fyrir framan hann. Þegar þið
kaupið ryksugu ættuð þið að athuga, hve
margir loftlítrar fara í gegnum hana á
mínútu. Því hærri sem sú tala er, því
betur vinnur ryksugan. Berið svo sam-
an mínútulítrafjöldann á ryksugum með
sama verði og kaupið þá, sem hefur hæstu
töluna.
Það borgar sig betur að kaupa stóra
ryksugu en litla, því að mjög lítill mis-
munur er á rafmagnseyðslunni, og vinnan
gengur miklu fljótar. Varizt að kaupa
notaða ryksugu nema fagmaður hafi litið
á hana fyrst.
Ryksugan er dýrt tæki, það er því áríð-
andi, að vel sé farið með hana, og að sem
mest gagn verði að henni. Þess vegna
þarf að venja sig á frá byrjun að vinna
rétt með henni.
Það er áríðandi að nota rétt munn-
Belgryksuga.
stykki við vinnuna. Reglan er sú, að
málmmunnstykki eru notuð á mjúka hluti,
en burstamunnstykki á harða. Stóru
munnstykkin eru notuð á gólf og teppi,
litlu munnstykkin á húsgögn og dýnur.
Þegar sogað er með málmmunnstykkinu
á að láta það hallast ofurlítið, loftstraum-
urinn verður þá sterkari og ryksugan
vinnur betur. Færið munnstykkið kerfis-
bundið fram og aftur, svo að ekkert
ryk verði eftir. Hreyfið munnstykkið
hægt, annars nær ryksugan ekki upp ryk-
inu. Gætið þess, að sogrörið sé hæfilega
langt, svo að vinnustellingin verði rétt.
Ágætt er að ryksuga gólfin. Til þess
að ná ryki undan lágum húsgögnum, sem
erfitt er að færa úr stað, er ágætt að
setja hnélið á sogrörið, en hann fylgir
sumum ryksugum. Annars er hægt að
nota rörmunnstykkið. Á mjúk teppi er
bezt að nota málmmunnstykki. Færið
munnstykkið eftir því, sem lóin liggur,
en ekki á mótí henni eða á hlið. Þá vilja
lóhárin flækjast saman og sandkom og
önnur óhreinindi geta festzt í þeim. Það
eykur slitið, en auk þess verður teppið
með þessu móti úfið og gljálaust.
Á stoppuð húsgögn er notað minna
málmmunnstykkið og rörmunnstykkið til
þess að fara niður á milli stoppsins, en
idsiiimK 19