Húsfreyjan - 01.03.1955, Page 20
á tréð notum við kringlótta burstamunn-
stykkið. Það er einnig notað á óslétta
fleti, t. d. lista o. fl. Hversdagsföt og dýn-
ur er bezt að ryksuga með litlu munn-
stykki.
Gúmmunnstykkið er notað á miðstöðv-
arofna, bækur, rimlagluggatjöld, kring-
um fætur á húsgögnum o. fl.
Á veggi er bezt að nota stóra bursta-
munnstykkið, færið munnstykkið upp og
niður vegginn, en ekki þvert.
Auðvelt er að blása með ryksugunni
með því að festa slöngunni við afturend-
ann, og er t. d. ágætt að blása lofti inn
í sængur og kodda, ef þau eru orðin bæld.
Sumum ryksugum fylgir sprauta til þess
að dreyfa möleyðandi vökva.
Farið vel með ryksuguna og geymið
hana á góðum stað. Bezt er að vefja
rafmagnssnúrunni utan um belginn, og
notið hana aldrei við önnur rafmagns-
tæki. Munnstykkin er bezt að geyma í
kassa með handfangi.
Rykpokinn þarf að falla vel i ryksyg-
una. Látið hann aldrei verða mjög fullan
af ryki og losa á hann eftir hverja notk-
un. Standi ryksugan ónotuð á pokinn að
vera tómur.
Ekki er ástæða til þess að fara út með
pokann, á meðan hann er tæmdur. Bezt
er að gera það á eftirfarandi hátt: Opn-
ið belginn og leggið dagblað yfir pokann.
Þrýstið pokaopinu vel að blaðinu og hafið
síðan snögg endaskipti á pokanum. Hald-
ið síðan pokaopinu fast við blaðið með
fótunum á meðan rykið er hrist úr, skipt-
ið um blað þangað til pokinn er orðinn
hreinn. Þetta verður auðvitað að gera
þannig, að ekkert rykist.
Ef sogkraftur ryksugunnar minnkar,
er fyrst að athuga, hvort slangan sé í lagi.
Það er gert með því að bera saman súg-
inn úr slöngunni og sjálfri ryksugunni.
Ef eitthvað situr fast í slöngunni og stífl-
ar hana, er oft hægt að ná því úr með
því að tengja slönguna við blástursrörið.
Ef það dugar ekki, má renna í gegnum
slönguna mjóu skafti eða gildum málm-
þræði. Áður en ryksugan er látin til
geymslu, er þurrkað af henni með klút.
Ágætt er að soga rykið úr burstunum
með ryksugunni sjálfri. Bili ryksugan, eig-
um við ekki að reyna að gera við hana
sjálf, heldur láta fagmann annast það.
Ryksugur eru yfirleitt með kúlulegum, og
þarf þess vegna ekki að smyrja mótor-
inn. Annað hvort ár er þó bezt að láta
fagmann yfirlíta ryksuguna.
Óp og óhljóð heyrðust úr barnaherberginu.
María var send þangað til þess að stilla til
friðar. Samt sem áður dvínuðu ólætin ekki,
heldur versnuðu um allan helming. Faðir barn-
anna leit þá inn til þ?ss að vita, hvernig á þess-
um ósköpum stæði. Sá hann þá, að Pétur litli
sat uppi í rúmi sínu og grenjaði svo hátt, sem
hann gat.
,,Hvað er að þór, drengur minn?" spurði
faðirinn.
,.Hún María sagði, að ef ég héldi áfram að
gráta, þá kæmi stór, svört mús með græn augu
og settist á rúmstokkinn hjá mér. En nú er
ég búinn að gráta ósköp lengi, og samt kemur
engin mús", sagði Pétur.
20 HÚSFREYJAN