Húsfreyjan - 01.03.1955, Síða 22
stífþ«yti8 hvíturnar og setjið örlítinn sykur sam-
an við. Hraerið rauðurnar með sykrinum í súpu-
skélinni, smáhellið heitri súpunni út í. Látiö
eggjahvíturnar með matskeið ofan á súpuna,
setjið skálina í heitan ofn og bakið, þar til eggja-
hvíturnar eru gulbrúnar.
HRÆRÐ EGG
3 egg
3 msk. mjólk
Vz tsk. salt
30 g. smjör
Þeytið eggin litið eitt og hrœrið mjólk og
salti saman við. Braeðið smjörið á pönnu eða
í grunnum potti og hellið eggjunum í. Hrærið
í, þar til eggin eru nærri hlaupin. Setjið eggja-
hlaupið öðrum megin á pönnuna, og látið það
vera við yl, þar til það er alveg hlaupið sam-
an. Berið hrærð egg fram með hangikjöti, reykt-
um laxi o. fl.
EGGJAKAKA
4—6 egg
%—1 tsk. salt
3—6 msk. rjómi eða vatn
50 g. smjörlíki
Þeytið saman egg, salt og vökvann. Bræðið
smjörlíkið og hellið eggjajafningnum á pönnuna.
Bakið eggjakökuna við vægan hita og stingið
í hana hér og hvar með gaffli, svo að hún hlaupi
jafnt saman. Þegar kakan er stífnuð í gegn, er
hún lögð saman á pönnunni og látin renna yfir
á fat. Berið með eggjakökunni kjöt-, fisk-, rækju-
eða grænmetisjafning.
EGGJAKAKA m/hveiti
4 egg
1 msk. hveiti
1 dl. mjólk
1 msk. sykur
30 g. smjörlíki.
Hrærið hveiííð út með mjólkinni. Hrærið eggja-
rauöurnar með sykrinum. Blandið hveitijafn-
ingnum saman við og síðast stífþeyttum eggja-
hvítunum. Bræðið smjörlíkið og hellið eggja-
jafningnum á pönnuna. Þegar kakan er ljósbrún
að neðan, er henni rennt á hlemm, pönnunni
hvolft yfir, kökunni snúið við og hún síðan
bökuð á hinni hliðinni. Stráið flórsykri yfir kök-
una, berið sultu með og borðið hana heita með
kaffi.
HOLLENZK SÓSA
3 eggjarauður
2 msk. volgt vatn
75—100 g. smjör
fisk- eða kjötsoð,
sítrónusafi
Hrærið eggjarauðurnar. Hafið skálina niðri í
vatni, sem er við suðu. Hrærið vatninu saman
við og síðan smjörinu, svolitlum bita í einu.
Þegar allt smjörið er komið í, á sósan að vera
vel þykk. Bætið í hana soði og sítrónusafa eftir
smekk. Berið hana fram með soðnum fiskrétt-
um, t. d. kola og heilagfiski. Þessa sósu verður
að borða strax.
EGGJAKÖKUR
1 egg
sykur, sama þyngd og
eggið
hveiti, sama þyngd
Þeytið egg og sykur ljóst og létt. Hrærið
hveitinu saman við. Setjið með teskeið á smurða
plötu. Bakið ljósbrúnt við góðan hita. Úr þessu
deigi mé einnig búa til kramarhús.
EGGJAKREM
1 dl. mjólk
1 eggjarauða
1 msk. sykur
1 tsk. hveiti
vanilla
Mjólkin er soðin. Eggjarauðan er hrærð með
sykrinum. Hveitið hrært saman við og síðan
mjólkin. Hellt í pottinn og hrært S, þar til sýð-
ur. Kælt. Notað í ýmsar kökur.
EGGJAHVÍTUKREM
2 eggjahvítur
1% bolli sykur
örlítið salt
Vi tsk. kremotartari
% bolli vatn
1 tsk. vanilla
Setjið allt efnið í skál og þeytið yfir sjóðandi
vatni, þar til kremið er stíft. Þetta krem má
setja bæði milli laga og ofan á ýmsar tertur.
S. A.
22 HÚSrREYJAN