Húsfreyjan - 01.03.1955, Qupperneq 23

Húsfreyjan - 01.03.1955, Qupperneq 23
Þegar pabbi kom heim Frh. af bls. 15. tmni hinum megin í dalnum. Þar var allt í skugga ennþá, en okkar megin var allt baðað í sól, en þó með löngum dökkum skuggum á milli. Það var svo skrítilega framandi, eins og það væri málað. Þar næst fór ég inn til mömmu og klifr- aði upp í stóra rúmið. Hún vaknaði og ég fór að segja henni frá ráðabruggi mínu. Mér hefur víst verið orðið ískalt í nátt- skyrtunni einni fata, en ég tók ekkert eftir því, og lét dæluna ganga, þangað til mér hlýnaði. Þá sofnaði ég við hlið- ina á mömmu, og vaknaði ekki fyrr en ég heyrði til mömmu í eldhúsinu við að undirbúa morgunverðinn. Þegar við vor- um búin að borða, fórum við í bæinn. Hlýddum messu í St. Augustínusarkirkj- unni og báðum fyrir pabba. Svo fórum við í búðir. Ef veðrið var gott, fórum við annað- hvort í gönguferð upp í sveit eða í heim- sókn til vinkonu mömmu í klaustrinu. Móðir St. Dominie var bezta vinkona hennar. Mamma lét allar nunnurnar biðja fyrir pabba, og á hverju kvöldi, þegar ég var háttaður, bað ég Guð um að senda hann heim til okkar heilan á húfi. Sann- arlega vissi ég lítið um hvað ég var að biðja. Einn morgun þegar ég kom upp í stóra rúmið, var þá ekki pabbi kominn þar, St. Nikulásarlegur eins og hann var van- ur, en nú brá svo við, að hann fór- ekki í einkennisbúninginn, heldur í bláu spari- fötin sín. Mamma ljómaði af fögnuði, þó að ég sæi enga ástæðu til að gleðjast, því að hann var langtum myndarlegri í einkennisbúningnum, en hún bara hló, og sagði, að við hefðum verið bænheyrð, og svo rukum við af stað í kirkju til að þakka Guði fyrir, að hann hefði sent pabba heim. Þvílík kaldhæðni! Sama daginn, þegar hann kom heim til miðdegisverðar, fór hann úr stígvél- um, setti upp morgunskó og gamla, ljóta húfu, sem hann var vanur að nota inni, svo að hann kvefaðist ekki, krosslagði lappirnar fram á gólf og fór að tala al- varlega við mömmu, sem virtist orðin mjög áhyggjufull. Mér leiddist alltaf, að mamma væri áhyggjufull. Þá var hún ekki eins lagleg, svo að ég reyndi að grípa fram i fyrir honum. „Bíddu augna- blik, Larry“, sagði mamma blíðlega. En þetta var nú bara það, sem hún var vön að segja, þegar við höfðum leiðinlega gesti, svo að ég tók ekkert mark á því, en hélt áfram að tala. „Þegiðu, Larry“, sagði hún þá óþolinmóð. „Heyrirðu ekki, að ég er að tala við þabba“. Þetta var í fyrsta sinn, sem ég heyrði þessi ógn- andi orð „tala við pabba“. — Og ég gat ekki annað en hugsað, að ef það væri svona, sem Guð bænheyrði fólk, gæti hann ekki hafa hlustað með eftirtekt. „Hvers vegna þarftu að vera að tala við pabba?“ spurði ég eins kæruleysislega og ég gat. „Vegna þess að við pabbi höfum árxðandi mál að tala um, og nú truflar þú okkur ekki aftur“. Síðari hluta dagsins bað mamma föður minn að fara með mig á göngu. I stað þess að fara út í sveit, fórum við inn í borgina. Ég hélt fyrst að það yrði til bóta, en það var nú öðru nær. Við pabbi höfðum alveg gagnstæðar skoðanir á því hvað gönguferð í borg- inni þýddi. Hann hafði engan áhuga á strætisvögnum, skipum eða hestum. Það eina, sem honum þótti gaman að, var að tala við náunga, sem voru eins gamlir og hann sjálfur. Þegar ég vildi stanza, þá bara blátt áfram dró hann mig með sér, og þegar hann vildi stanza, átti ég þess engan kost að draga hann með mér, en reyndi að toga í buxumar hans og jakk- ann. Mamma var vön að láta undan, ef ég nuddaði nógu lengi, en pabbi. hafði alveg sérstakan hæfileika til að látast H Ú 8 r R ■ YJAN 23

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.