Húsfreyjan - 01.03.1955, Page 24

Húsfreyjan - 01.03.1955, Page 24
ekki taka eftir neinu. Það var eins og að vera á gönguferð með fjalli. Ég hafði aldrei þekkt neinn, sem var eins upp- tekinn af sjálfum sér eins og hann. Við teborðið byrjaði þetta „tal við pabba“. Nema hvað nú hafði hann kvöld- blaðið, og var alltaf að segja mömmu einhverjar fréttir úr því. Þetta var að hafa rangt við. Ég var reiðubúinn að keppa við hann um eftirtekt mömmu, ef ég átti honum einum að mæta, en þegar hann hafði allt eftir öðrum, sem hann sagði, fann ég, að ég mundi fara halloka. Ég reyndi að breyta umræðunum en þá sagði mamma óþolinmóð: „Vertu stilltur, Larry, meðan pabbi er að lesa“. Það var auðséð, að henni þótti meira gaman að tala við hann en mig. Eða þá að hann hafði eitthvert voðalegt vald yfir henni, svo að hún þorði ekki að segja sannleik- ann. Um kvöldið, þegar hún var að breiða ofan á mig, sagði ég: „Heyrðu mamma, ef ég nú bæði Guð afskaplega vel, held- urðu þá ekki að hann mundi senda pabba aftur í stríðið?" Hún hugsaði sig um augnablik. „Nei,. elskan mín“, sagði hún og brosti, „ég held ekki að hann mundi gera það“. „En hvers vegna ekki, mamma?" „Af því að stríðið er búið, elskan“. „En mamma, gæti ekki Guð bú- ið til annað strið, ef hann vildi“. „Hann vill það ekki, það er ekki Guð, sem býr til stríð, heldur vondir menn“. ,,Ó“, sagði ég. Ég var óánægður með þetta, og fór að hugsa um að liklega væri Guð ekki eins almáttugur og fólk sagði. Næsta morgun vaknaði ég snemma eins og ég var vanur, og fannst ég vera eins og kampavínsflaska. Ég stakk fótunum und- an sænginni og bjó til langa samræðu, þar sem maddama hægri rakti raunir sínar um vandræðin, sem hún ætti í með hann föður sinn. Loks ákvað hún, að senda hann á „Hælið“. Ég vissi reyndar ekki vel, hvað „Hæli“ var, en mér fannst, að það hlyti að vera rétti staðurinn fyrir pabba. Ég náði í stólinn minn og stakk höfðinu út um þakgluggann. Það rétt lýsti af degi, og engu líkara en að dag- urinn væri feiminn að láta mig sjá sig. Höfuðuð á mér var alveg að springa af sögum og ráðabruggi. Ég rauk inn til mömmu og brölti upp í stóra rúmið. Það var ekkert pláss fyrir framan mömmu, svo að ég varð að hola mér niður á milli þeirra. Ég hafði alveg verið búinn að gleyma pabba, og sat uppréttur nokkrar mínútur og braut heilann um, hvað ég ætti að gera við hann. Hann tók langtum meira en sinn skerf af rúminu, svo að ég gat ekki látið fara vel um mig, og reyndi að sparka í hann nokkrum sinn- um. Það umlaði í honum, og hann teygði úr sér, en rýmdi þó til fyrir mér. Mamma vaknaði og þreifaði fyrir mér. Ég hnipr- aði mig niður í hlýjuna i rúminu og stakk upp í mig þumalfingrinum. „Mamma!“ sönglaði ég hátt og ánægju- lega. „Sussu, elskan mín“, hvíslaði hún. „Þú mátt ekki vekja pabba“. Þetta var nú nýtt atriði í málinu, sem leit út fyrir að verða ennþá hættulegra heldur en „að tala við pabba“. Án morgunráðstefnanna með mömmu var lífið óþolandi. „Hvers vegna?“ spurði ég alvarlega. „Af því að vesalings pabbi er þreyttur“. Þetta fannst mér algjörlega ónóg ástæða, og mér bauð við þessari við- kvæmni hennar gagnvart „vesalings pabba“. Mér hafði aldrei líkað þess kon- ar hjal, alltaf fundist það hræsni. ,,ó“, sagði ég kærulaus. Og svo eins ísmeygi- lega og ég gat: „Veiztu, hvað mig langar til að við gerum í dag, mamma?“ „Nei, elskan mín“, andvarpaði hún. „Mig lang- ar til að fara niður í gilið og veiða horn- síli með nýja netinu mínu, og svo skul- um við fara og sjá refina og hundana og------“. „Vektu ekki hann pabba þinn“, 24 HÚSFREYMN

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.