Húsfreyjan - 01.03.1955, Qupperneq 28

Húsfreyjan - 01.03.1955, Qupperneq 28
var ég að leika mér að því í garðinum að þykjast vera járnbrautarlest. Ég lét eins og ég sæi hann ekki, lézt vera að tala við sjálfan mig og sagði hátt: „Ef annar ótætis krakki kemur í þetta hús, þá er ég farinn“. Pabbi snarstanzaði, leit um öxl og sagði alvarlegur: „Hvað varstu að segja?“ „Ég var bara að tala við sjálf- an mig“, anzaði ég, og reyndi að leyna óttanum, sem hafði gripið mig — „það er einkamál". Hann fór inn án þess að mæla orð. Sjáið þið til. Ég hafði hugsað mér þetta sem alvarlega aðvörun, en áhrifin urðu allt önnur. Pabbi fór að verða góður við mig. Ég gat skilið það, að mamma var alveg óþolandi út af þessum strák. Jafn- vel við máltíðir þurfti hún að vera að kjá framan í hann í vöggunni með bjálfa- legu brosi, og sagði pabba að gera það líka. Hann tók því altaf kurteislega, en hann varð svo vandræðalegur að auð- séð var, að hann vissi ekkert, hvað hún var að fara. Hann kvartaði um, að Dengsi orgaði á nóttunni, en þá varð hún bara vond, og sagði, að Dengsi gréti aldrei nema þegar eitthvað væri að honum, en það var himinhrópandi lygi. Það var aldrei neitt að honum. Hann bara orgaði til að láta sinna sér. Það var ósköp til þess að vita, hvað hún gat verið heimsk. Pabbi var ekki aðlaðandi, en hann var gáfaður. Hann sá við Dengsa, og nú vissi hann, að ég gerði það líka. Eina nótt hrökk ég upp við það, að það var einhver í rúminu hjá mér. Eitt villt augnablik var ég viss um, að það væri mamma. Hún hefði nú loksins kom- ið til sjálfrar sin og yfirgefið pabba fyrir fullt og allt, en þá heyrði ég krampa- grátinn í Dengsa í næsta herbergi og að mamma sagði: „Sona, sona, sona“. Þá vissi ég, að það var ekki hún. Það var pabbi — hann lá vakandi við hliðina á mér, dró þungt andann og var bersýnilega fokvondur. Smátt og smátt varð mér ljóst, hvers vegna hann var reiður. Nú var röðin komin að honum. Eftir að hann hafði bolað mér burt úr stóra rúminu, var honum sjálfum bolað út. Mamma bar ekki umhyggju fyrir neinum nema þessum eitraða hvolpi, Dengsa. Ég gat ekki annað en kennt í brjósti um pabba. Ég hafði gegnumgeng- ið það allt sjálfur, og jafnvel á þeim aldri var ég göfuglyndur. Ég fór að klappa hon- um og sagði: „Sona, sona“. Hann tók því ekkert sérstaklega vel. „Sefur þú ekki heldur?“ hreytti hann út úr sér. „Ah, komdu og legðu handlegginn utan um okk- ur, geturðu það ekki?“ spurði ég. Og hann gerði það reyndar á vissan hátt. Gæti- lega mætti víst kalla það. Hann var af- skaplega beinaber en þó betri en ekkert. Fyrir jólin hafði hann mikið fyrir því að kaupa handa mér reglulega fallega járnbraut. S. J. M. þýddi. Okkar á milli sagt Framh. af bls. 8. sækja mótið er raunverulega boð til fé- laganna um það að senda fulltrúa sinn, sem svo flytji heim í félögin það sem frétt- næmt er og fræðandi af samkomunni. Þess vegna er þetta 25 ára afmæli Kven- félagasambands Islands hátíð allra þeirra kvenna, sem starfa í kvenfélögum lands- ins og ef við leggjumst allar á eitt, þá ætti þessi samkoma að geta borið félags- skap okkar glæsilegt vitni. Hún á að geta orðið okkur hvatning og gefa aukinn starfsþrótt um ókomin ár, og hún á að verða okkur tákn um það, að þótt félags- deildirnar séu 212, þá er félagsheildin ein, og sem slík er hún sterk. Hittumst heilar, 28 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.