Húsfreyjan - 01.03.1955, Side 30

Húsfreyjan - 01.03.1955, Side 30
allrar. Erindaflokkarnir „Æskulýðsfræðsla um myndun heimilis" og „Vandamál fjölskyldunn- ar‘ ekki síður stefna í þessa átt. Oss hefur skil- ist, að það er að vísu mikilsvert, að heimilis- störfin gangi „eins og í sögu“, en er þó ekki sjálft takmarkið, heldur aðeins umgjörðin. Tak- markið er: frjálsar mannverur í auðnuríku sam- starfi í hinu litla samfélagi — heimilinu. KVENFÉLAG HÚSAVÍKUR varð 60 ára 14. febr. síðastl. Voru stofnendur þess 12, en nú eru félagskonur 105 að tölu, þar af 5 heiðursfélagar. Félagið hefur jafnan látið sig miklu skipta ýms menningar- og mannúðar- mál og gefið ýmsum stofnunum stórgjafir, t. d. gaf það öll rúm í sjúkrahús Húsavíkur, þá er það var reist og síðar ýms önnur húsgögn. Styrkt hefur það Húsmæðraskólann á Laugum, sund- laugina á Húsavík og gefið barnaskólanum þar ljósbaðalampa. Er hér aðeins stiklað á því stærsta. Á sextugsafmæli félagsins var frú Þórdís Ás- geirsdóttir kjörin heiðursfélagi, en hún hefur verið í félaginu í 48 ár, 35 ár í stjórn þess og þar af 25 ár formaður, en lét af formennsku 25. jan. síðastl. HtSFREYJAN KEMUR ÚT 4 SINNUM Á ÁRI Útgáfustjórn: Svafa Þórleifsdóttir, Framnesv. 56A, Rvik Elsa Guðjónsson, Laugateigi 31, sími 3223 Sigrún Árnadóttir, Laugateigi 54. Ritstjóri: Svafa Þórleifsdóttir, sími 6685 Afgreiðsla og innheimta er á skrifstofu Kvenfélagasambands ís- lands, Hverfisgötu 12, sími 80205. Verð árgangsins fyrir áskrifendur er 20 kr. í lausasölu kostar hvert hefti 6 kr. Gjalddagi er fyrir 1. okt. MUNTSMIOJA JÓNS HELGASONAR V________________________________________________J \ HÍJSMÆmii! Vitið þér hve mikið þér sparið, með því að hafa enga hjálparstúlku á heimilinu? Þér hafið líklega aldrei gert yður grein fyrir því, að á IV2—2 árum getið þér keypt fyrir þá peningaupphæð, sem þér sparið með því, öll helztu og stærstu heimilis-raftækin: KÆLISKÁP UPPÞVOTTAVÉL ELDAVÉL ÞVOTTAVÉL STRAUVÉL RYKSUGU HRÆRIVÉL BÓNVÉL og auk þess smærri tæki eins og straujám, brauðrist, vöflujám, hringbakar- ofn og hraðsuðuketil. Allt eru þetta tæki af vönduðustu og beztu tegundum, svo sem ,,Miele“, ,,Siemens“, ,,Apex“, ,,Sunbeam“, ,,Graetz“, ,,Erres“, ,,Empire“ og „Internati- onal Harvester“. 1 Komið og skoðið hið glæsilega úrval rafmagns-heimilistækja hjá okkur og kynnið yður um leið afborgunarskilmála. YÉLA- OG RAFTÆKJAVERZLUNIN H.F. Bankastræti 10 Sími 2852 30 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.