Húsfreyjan - 01.01.1960, Side 4

Húsfreyjan - 01.01.1960, Side 4
Frú Ragnhildur Pétursdóttir áttræð MIÐVIKUDAGINN 10. febrúar síðastlið- inn átti frú Ragnhildur Pétursdóttir frá Engey áttræðisafmæli. Ef rætt væri um sögu húsmæðrafræðslunnar á þessari öld, kæmi engin kona oftar við sögu en hún og engin er sú kona, sem fleiri og styrk- ari stoðum hafa skotið undir þau lands- samtök kvenna, sem nefnast Kvenfélaga- samband íslands en einmitt hún. Virðist ekki úr vegi, að hér í blaði K.I. sé við þessi tímamót í ævi þessarar merku konu, vikið að nokkru af því helzta af störfum hennar í þágu þessara mála, sem að vísu eru ærið samanslungin. Hún var alin upp á stóru myndarheim- ili, þar sem bæði var stundaður búskap- ur og útróðrar. Heimilið var íslenzkt í þess orðs beztu merkingu. Þaðan munu henni vera runnin ræktarsemin við öll þjóðleg verðmæti og ást á ræktun og gróðri landsins. Á æskuárum fór hún til útlanda til þess að afla sér þekkingar í húsmæðrafræðum. Að námi loknu hóf hún umferðakennslu í þeim fræðum á vegum Búnaðarfélags Islands og mun vera fyrsta konan, er hafði þá kennslu á hendi sunnanlands. Hún var ung og hraust og lét eigi erfiðleikana sér fyrir brjósti brenna. Hef ég heyrt hana minnast með ánægju þessara ferðalaga og kynnum við mætar sveitakonur, en hitt mun hún síð- ur hafa í hámælum, hversu örðug ferða- lögin voru tíðum, tæki fá og léleg við kennsluna og húsakostur allt annað en þægilegur. Þegar stofnuð var hússtjórnardeild við Kvennaskóla Reykjavíkur, tók hún að sér forstöðu þeirrar deildar. En þar starfaði hún aðeins í tvö ár, giftist skömmu síðar Halldóri skipstjóra Þorsteinssyni og stofn- aði eigið heimili. Lét hún þá af kennslu, en af ýmsu má marka, að húsmæðra- fræðslan hefur jafnan verið henni ofar- lega í huga. Á næstu árum gerðist fátt nýtt á því sviði. Búnaðarfélag Islands hélt uppteknum hætti að fá sérfróðar konur til þess að annast umferðakennslu í sveit- um landsins, en húsmæðraskólum fjölg- aði lítt._ Nokkru eftir 1920 gekkst frú Briet Bjarnhéðinsdóttir fyrir því, að halda landsfundi kvenna, án þess þó að nokkur skipulagður félagsskapur stæði þar á bak við. Á slíkum landsfundi, sem haldinn var á Akureyri árið 1926, var frú Ragn- hildur Pétursdóttir, ásamt tveimur öðr- um konum kosin í nefnd til þess að ræða við Búnaðarfél. ísl. um aukin fjárfram- 4 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.