Húsfreyjan - 01.01.1960, Page 10
Ólöf D. Árnadóttir:
„Ilvert skal stefna“?
Af tilviljun barst mér í hendur auglýsing frá
,,The Committee of Correspondence“, þar sem
efnt var til ritgerðarsamkeppni um sjálfboðaliðs-
vinnu kvenna, aðkallandi vandamál, hvað manni
fyndist ábótavant o. s. frv. — Þótt tíminn vœri
naumur og þekking mín á baráttumálum kvenna
bágborin, gat ég ekki stillt mig um að leggja
orð í belg, en ég vil taka það fram, að eftirfar-
andi grein er þýdd úr ensku, en ekki frumsamin
á íslenzku, ennfremur að hún á að túlka við-
horfin séð frá eigin bæjardyrum í ágúst í fyrra.
I S L A N D, „Einbúinn í Atlantshafinu",
eins og það var nefnt fyrr á öldum, og
„land andstæðnanna", eins og það er
stundum kallað, nú í dag, er land, þar
sem mikið umrót og breytingar hafa átt
sér stað á síðustu áratugum.
Um aldaraðir var það bundið í hlekki
nýlenduvaldsins, sem leiddi af sér sára
fátækt og örbirgð. En eftir miðja síðustu
öld fór að losna um þessa hlekki, og loks
leystust þeir upp að fullu árið 1944 með
þeim afleiðingum, að ný öfl tóku að
streyma gegnum hina ýmsu þætti þjóð-
lífsins. I kjölfar þessara nýju lífsafla
fylgdu ný viðhorf, svo að hið ytra líf þjóð-
arinnar hefur fengið á sig algjörlega nýja
mynd, á örskömmum tíma.
Hinir breyttu tímar hafa fært konum
íslands mörg gullin tækifæri. Mæður okk-
ar og ömmur gátu að vísu gengið í hjóna-
band (að fengnu leyfi foreldra sinna),
eða gerzt vinnukonur, en um fátt annað
var að ræða. Nú er þetta breytt, nú á
dögum eru dætrum vorum fleiri leiðir
færar en svo, að lýst verði í stuttri rit-
gerð.
Ólöf D. Árnadóttir
Yfirleitt munum við búa við góð lífs-
kjör, hér á landi, og atvinnuleysi er ekk-
ert. Þær konur, sem hafa tíma og orku
til þess að stunda vjnnu utan heimilis,
geta því eflaust fengið eitthvað að starfa
og — að því er ég bezt veit — þá fá þær
að jafnaði gott kaup. Málum er þess
vegna svo háttað nú, að við höfum öll
okkar daglega brauð, það er að segja,
fæði, föt og húsnæði, með öðrum orðum,
við lifum í landi, þar sem hinar ytri að-
stæður eru slíkar, að okkur ætti að vera
í lófa lagið að lifa hamingjusömu lífi frá
vöggunni til grafarinnar, ég á við, ef við
kynnum á því hin réttu tökin.
En, nú kunnið þér að spyrja: „Eiga ís-
lenzkar konur þá yfirleitt við nokkur
vandamál að etja? Er nokkur þörf á því
að fylkja sér til samstilltra átaka, við
svo ágætar aðstæður, sem þið virðist eiga
við að búa?“
Það kann að vera, að í raun og veru
ætti sú þörf ekki að vera fyrir hendi, en
trúlega munu þó ýms vandamál vilja
skjóta upp kollinum í þjóðlífinu á meðan
við erum ekki glöð og ánægð með lífið
10
HÚSFREYJAN