Húsfreyjan - 01.01.1960, Qupperneq 11
og tilveruna og alla tíð á meðan við eig-
um við þekkingarleysi og ófullkomleika
að stríða. Þannig er þessu einmitt farið
hér, því að þótt við búum við góð lífs-
kjör, menntun og frelsi, miðað við marg-
ar aðrar þjóðir, þá er samt langt frá því,
að við höfum enn lært að færa okkur öll
þessi gæði í nyt, það er að segja, við höf-
um ekki enn lært þá torsóttu list að lifa
fögru lífi, og hvað er það í raun og veru
annað en þekkingar- og kunnáttuleysi í
þeirri list, sem skapar flest okkar vanda-
mál, hvar svo sem við kunnum að búa, á
þessum hnetti?
,Af öllu þessu dreg ég þá ályktun, að
þörfin fyrir sjálfboðaliðsvinnu kvenna —
á íslandi vorra daga — sé einna mest á
sviði uppeldis- og menningarmála, en
hvað hægt er að vinna til úrbóta í þeim
efnum, það hygg ég sé fyrst og fremst
undir vilja og áhuga okkar sjálfra komið.
Skólakerfi landsins er að mestu leyti
skipulagt af karlmönnum og það má segja,
að það sé einnig að langmestu leyti undir
þeirra stjórn. Kerfi þetta er að margra
dómi of einhliða og óhagkvæmt á ýmsa
lund, því mætti ætla, að kvennasamtök
gætu haft á það bætandi og umskapandi
áhrif — ef orku þeirra væri beint að sliku
marki, en kvenfélögin beina nú að mestu
leyti kröftum sínum að hjálpar- og mann-
úðarstarfsemi. Hefur vissulega verið unn-
ið ágætt starf á því sviði og stórir sjóðir
stofnaðir (fyrir fátæka og sjúka, fyrir
björgunartæki, kirkjur o. s. frv.), en það
er athyglisvert hve afmarkað starfsvið
kvenfélaganna er. Mér finnst það gæti
verið freistandi að álykta, að við höfum
ekki ennþá fengið nægilega innsýn í þann
nýja tíma, er gagntekið hefur land okkar
— það er eins og breytingarnar í þjóð-
lífinu hafi verið svo miklar og örar, að
okkur hafi ekki enn tekizt að samhæfa
hugsun, tilfinningar og störf, kröfum
hinna nýju viðhorfa.
Eg minntist á skólamál og skal nú út-
skýra nánar, hvað ég á við með orðinu
menntun. Það er að mínu áliti vafasam-
ur ávinningur, þegar skólamenntun er lít-
ið annað en þurr fræðimennska og minnis-
þjálfun. Munu flestir sammála um, að
þess háttar lærdómur geti leitt til þess,
að fólk verður þröngsýnt og oft á tíðum
lítt skemmtilegt. Það sem ég á við er
menntun, er gerir fólk vitrara, og feg-
urra á sál og líkama — það er að mínu
áliti hin sanna menntun, þó því aðeins
að hún birtist í réttri hegðun (orðin „rétt
hegðun“ hafa að sjálfsögðu afstæða merk-
ingu, en hugsjónina er að finna í hinum
helgu ritum mannkynsins).
Það má segja að það sé auðvelt verk
að setjast niður og gagnrýna menn og
málefni, það er heldur ekki svo ýkja erfitt
að hripa niður á pappírsörk nokkrar at-
hyglisverðar setningar, þess vegna vil ég
taka það fram, áður en lengra er haldið,
að ég er alls enginn kvenleiðtogi, ég er
„bara húsmóðir11 (eins og það er orðað),
sem hefði gaman af því að ræða við ykk-
ur um nokkur atriði, er oft á tíðum koma
mér í hug, þegar mér þykir sem ég heyri
einhverja falska tóna eða verð vör við
einhverja slaka strengi í menningu vorri
og háttum. Mun ég nú leitast við að greina
frá nokkrum af þeim athugunum, sem ég
hef gert með sjálfri mér, og skýra frá
reynslu minni og skoðunum í sambandi
við þær.
Eins og ég hef áður minnzt á, þá finnst
mér að það hljóti að vera eitthvað at-
hugavert við hið opinbera skólakerfi
okkar, en það er vandamál, sem snertir
margar fjölskyldur, einkum þó í bæjum,
þar sem skólinn tekur börnin burt af
heimilunum á sjöunda eða áttunda ald-
ursári. Ég segi „tekur börnin burt af
heimilunum" af því að það vill oft brenna
við, að hin nýju áhrif skólalífsins verði
áhrifum heimilanna yfirsterkari, er fram
líða stundir, en ég er hrædd um að slík
þróun sé oft á tíðum lítt æskileg og vel
til þess fallin að skapa ósamræmi og ýmiss
konar örðugleika innan -vébanda heimilis-
ins.
Hvað viðkemur skólunum sjálfum, þá
finnst mér þeir minna um of á fangahús,
sökum þess, að þar eru börnin og ung-
HÚSFREYJAN
11