Húsfreyjan - 01.01.1960, Blaðsíða 14

Húsfreyjan - 01.01.1960, Blaðsíða 14
ef starfshættir kirkjunnar eru orðnir úr- eltir, en það sem ég hef í huga er hin innri hlið trúarbragðanna — það er að segja trúin á einhverja guðlega tilvist, og auðmýkt hjartans andspænis háleitum hugsjónum, í stuttu máli, vitund þess, að til sé helgi í hinu ytra lífi og innra með okkur sjálfum. Sé sú tilfinning að hverfa úr daglegu lxfi þjóðarinnar, þá erum við, að mínu áliti, farin að nálgast hættulegar brautir. Nú eru starfandi kvenfélög í sambandi við fjölmargar kirkjur í bæjum og sveit- um landsins, en eins og áður er sagt, virð- ast þau einkum beita sér fyrir mannúðar- málum, ef þau eru þá ekki að hjálpa til þess að byggja eða skreyta sitt kirkju- hús. Þannig beinist starf þeirra einkum að hinu ytra lífi safnaðarins, en ætti það ekki einnig að vera hlutverk þeirra að efla hið innra líf kirkjunnar? Þá geri ég ráð fyrir því, að bezta væri að byrja á því að vekja áhuga og ábyrgðartilfinningu leiðandi félagskvenna fyrir slíkri starf- semi. Gætu ekki einmitt heima-klúbbarn- ir, sem ég nefndi áðan, rutt brautina fyrir aukinni framtakssemi og samvinnu á þessu sviði? Ég geri ráð fyrir því, að þjálfun og hæfni kæmu í gegnum sjálft starfið, en vafalaust myndi það vera mik- ilsvert fyrir kvenleiðtoga að-fá tækifæri til þess að læra af konum, í öðrum lönd- um, sem hafa meiri skilning og þekkingu á sjálfboðaliðsvinnu í þessum efnum. Þá er enn eitt viðfangsefni, sem mig langar til þess að reifa lítillega, en það er gróðurvernd og ræktun landsins. Er- lendir ferðalangar, sem sjá hér heita hveri innan um hvíta jökla, hafa gefið Islandi nafnið ,,land andstæðnanna11, sjálf nefn- um við það öðru nafni, við líkjum því við lifandi veru og köllum það ,,Fjallkonuna“. Það er fegurra en orð fá lýst, en það er víða bert og nakið. Hinn fagurgræni kyrt- ill, er Fjallkonan bar, þá forfeður vorir komu til hennar í lok níundu aldar, hefur verið illa leikinn, — hann var sviðinn af mönnum, en bitinn og nagaður af búfé, með þeim sorglega árangri, að nú eru að- eins eftir fátæklegar leifar af dálitlum birkiskógi á nokkrum stöðum. Þetta er mikill skaði, og nú er það aðkallandi vandamál, hvernig við eigum að fara að því að búa Fjallkonunni til nýjan kyrtil, það mun kosta mikið fé, mikla vinnu og þrautseigju, en sumir vilja halda því fram, að háleitasta hugsjón á Islandi í dag, sé sú, að klæða landið skógi. Hvað um það, hún er óneitanlega sú skemmtilegasta, frá sjónarmiði okkar, sem fáumst við að gróðursetja tré í frístundunum. Það er ekki langt síðan okkur varð það ljóst, að hægt væri að rækta sígræn tré hér á landi. Fyrstu barrtrén voru að vísu gróðursett fyrir um það bil hálfri öld, en Skógræktarfélag íslands, sem er brautryðjandi á þessu sviði, er ekki eldra en 30 ára. Miklu hefur verið hrundið í framkvæmd, á þessum þrem áratugum, en verkefnin, sem biða, eru ótæmandi. Víða, þar sem skógar hafa eyðzt, hefur jarðvegurinn horfið að meira eða minna leyti, vegna uppblásturs, og það er engu líkara en að áhugi fólksins á æðra gróðri hafi þá líka fokið út í veður og vind, því að oft má aka óraleiðir og fram hjá fjölda sveitabýla, án þess að sjá svo mikið sem einn einasta trjálund. Segja má, að slík auðn hafi verið skiljanleg á þeim myrku tímum, er við bjuggum við þá ánauð og fátækt, að við áttum varla reipi til þess að hengja okkur í, en með nýrri öld koma nýjar skyldur við gróður og ræktun lands- ins. Á íslandi er mestur hluti landsins eign bænda, það hlýtur því að vera mjög undir skilningi þeirra og samstarfsvilja komið, hvernig tiltekst með gróðurvernd og skóg- rækt. Mundu nú aðrar leiðir betri til þess að vinna fylgi þeirra, en að vekja áhuga kvenna í sveitum landsins á þessum mál- um, það er að segja, þar sem þess þarf með. Nokkrir bændur hafa nú þegar tekið ástfóstri við skógræktina. Skógræktarfé- lag íslands hyggst vinna að því, að konur út um land komi sér upp skrúðgörðum heima við bæina. Mun félagið ennfremur hafa áhuga á því að leiðbeiningar um 14 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.