Húsfreyjan - 01.01.1960, Page 18

Húsfreyjan - 01.01.1960, Page 18
ir), þannig að unnt sé að vinna eftir þeim uppdrætti; með því sparast miklar vanga- veltur. Verkleg störf 1. Girðingar. Eitt mikilsvert atriði við skrúðgarðagerð, er það, að tilgangslítið er að ætla sér að byrja á ræktunarfram- kvæmdum, nema lóðin sé fyrirfram traustlega vernduð gegn átroðningi. Víða, og þó einkum aðallega til sveita, hefur verið syndgað mikið í þessum efnum. Hvernig fyrirkomulagi girðinga er hagað fer nokkuð eftir fjárhagslegum efnum. Fagurfræðileg sjónarmið hafa einnig sitt að segja, en oft verður misbrestur á að reiknað sé með þeim. Eftirfarandi girð- ingar koma til greina: Timbur- og vírgirðingar, en þær eru al- gengastar í kauptúnum og til sveita. Munu þær ódýrastar í stofnkostnaði af þeim gerðum, sem um er að ræða. Hér á landi verður þó viðhaldskostnaður ofangreindra girðingartegunda alla tíð nokkuð hár sökum skjótrar veðrunar. Timbur- og vír- girðingar eru léttur efniviður, er spillir sjaldan mikið samræmi gróðurs og um- hverfis, ef þær eru smekklega settar upp, og umhirða á þeim góð. Steyptir garðar eru dýrir í upphafi, hins vegar getur ending þeirra verið mjög varanleg, ef vandað er vel til þeirra. — Steyptir garðar hafa náð mikilli útbreiðslu í stærri bæjum hin síðari ár. Séu þeir steyptir í fulla hæð, eða um 1.10—1.20 m, virka þeir ósmekklega — eru bæði kaldir og þunglamalegir —; skera sig úr og skapa mikið ósamræmi — enda er nú að mestu horfið frá hinni upprunalegu gerð, og í stað hennar hafa skapazt margvís- leg afbrigði, er hafa yfirleitt mýkri línur til að bera. Það hefur löngum verið álit manna, að steyptir garðar veittu gróðrin- um meira skjól en aðrar gerðir girðinga gera. Sannleikurinn er þó sá, að þótt nokkurt skjól skapist í næsta umhverfi garðsins, þá er svæðið mjög takmarkað, sem verður þess aðnjótandi. Að öðru leyti verður meiri súgur á öllu öðru svæði i garðinum, en nokkru sinni verður vart við utan hans. Háir veggir skapa auk þess svo mikinn skugga, að gróður, sem undir þeim er, dafnar illa; bæði sökum skorts á birtu og vegna of mikils raka. Háa og efnismikla steinveggi ætti því enginn að steypa. I stað þeirra mætti t. d. hafa lága steinkanta, sem klæða má ofan á með timbri á ýmsa vegu, eða neti af smekk- legri gerð. Einnig kemur til greina að gróðursetja limgerði innan við steinkant- inn ,og sleppa að girða ofan á hann. Að sjálfsögðu er þessi leið aðeins hugsanleg, þar sem hægt er að fyrirbyggja allan átroðning. En á slíkum stöðum væri þó einnig hugsanlegt að girða með lifandi gróðri eingöngu. 2. Framræsla. Margt bendir til að all- oft muni vera nauðsynlegt að ræsa fram skrúðgarðstæði hér á landi, enda er úr- koma víða mikil og jörð rakahaldin. Lítið mun þó gert af því að ræsa skrúðgarða, enda er það nokkuð kosnaðarmikill liður. Eigi hins vegar að fást góður árangur af skrúðgarðastarfinu, verður að framkvæma þetta verk, þar sem talið er, að þess gerist þörf. Of mikill raki gerir fyrst og fremst vart við sig í grasflötum; þær verða fljót- lega mishæðóttar, mosagrónar, ýmislegt annað illgresi færist í vöxt, svo sem arfa- tegundir og skriðsóley, er síðar smám saman ná fótfestu á öðrum svæðum garðs- ins. Við framræslu er algengt að hafa dýpt ræsa 1.2—1.3 m. Bil milli ræsa er nokkuð háð jarðvegsgerð, falli og úrkomumagni. Frá 7—10 m er í flestum tilfellum talið hæfilegt bil. Breidd ræsa að neðan þarf að vera svipuð og breidd á ræsaspaða. f botn ræsanna má nota gjall eða annað nærtækt grjót. Lag þess er haft ca. 50 cm þykkt. Ofan á grjótlagið eru settar þökur, þannig að grasrótin snúi niður. Ræsakerfið er tengt í holræsi eða aðra örugga framrás. 3. Jarðvegur. Þótt mjög víða kunni að vera algengt að lóð hafi verið í góðri Frh. á bls. 29 18 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.