Húsfreyjan - 01.01.1960, Side 19
Heimilisþáttur
Þvottur ullarfata
HÉR verður fjallað um þvott á ullarflík-
um. Ullin er fremur viðkvæm í meðför-
um, svo að hana þarf að þvo á svipaðan
hátt og ýmis önnur viðkvæm efni, t. d.
silki. Ullarhárið er al-
sett eins konar hreist-
urflögum, en við þess-
ar hreisturflögur eru
einmitt bundnir hinir
góðu eiginleikar ullar-
arinn, svo sem hlýleiki
og teygjanleiki henn-
ar eða fjaðurmagn. Sé
ullin ekki þvegin af
nægilegri varkárni,
vilja þessar hreistur-
flögur losna og leggj-
ast meira hver yfir
aðra, þannig að hvert
hár styttist eða hleyp-
ur, og flíkin tapar fal-
legu útliti sínu. En sé
þvegið af varkárni og
vissum reglum fylgt,
má þvo með góðum
árangri allar einfaldar
ullarflíkur, svo sem
allar prjónavörur, peysur, ullarskyrt-
ur, hversdagskjóla, drengjabuxur og
fleira, sem vill óhreinkast fljótt, og þarf
því oft á hreinsun eða þvotti að halda.
Aftur á móti er ráðlegra að láta hreinsa
í efnalaug allar vandaðri flíkur úr ull, t. d.
fína kjóla, dragtir, jakkaföt og utanyfir-
flíkur og fleira þess háttar, aðallega vegna
þess, að erfitt er að ganga frá þessum
flíkum heima eftir þvottinn, svo að vel sé.
Hér verða nú gefnar ýmsar ráðlegging-
ar varðandi þvott á ullarflikum, og er
aðallega miðað við prjónaflíkur, sem þurfa
enn meiri varfærni við en ofnar flíkur.
Látið viðkvæmar flíkur aldrei verða mjög
óhreinar, áður en þær eru þvegnar. Það
borgar sig illa.
Ull þolir ekki heitt vatn, aðeins ylvolgt
eða 30—35 stiga heitt á C. Ef vatnið er
haft heitara, t. d. um 50 stig C, fara ullar-
hárin strax að hrökkva saman og þófna
(sjá mynd 3). Ullin þolir einnig mjög illa
að hitna og kólna á víxl, þess vegna er
nauðsynlegt að öll vötnin, sem notuð eru
á hverja flík, séu við svipað hitastig, og
bezt er að þvo hverja flík í einni lotu,
svo að hún kólni sem minnst á milli þess
sem hún er þvegin og skoluð. Bezt er að
reyna hvort flíkin lætur lit, áður en hún
er þvegin í fyrsta sinn. Er það gert með
því að þvo afgang af ullarefninu, garn-
enda eða smásepa í volgu, vægu sápu-
vatni. Renni liturinn úr, getur verið
heppilegra að láta hreinsa flíkina í efna-
laug, en ella verður að varast að þvo
nokkuð annað með, sem liturinn geti farið
í. Gott er þá að væta flíkina úr volgu
saltvatni, áður
en hún er látin í
sápuvatnið, það
festir litinn. —
Nægir að láta 1
matskeið af salti
í eitt þvottafat.
Það er ætíð gott
að væta flíkur úr
viðkvæmum efn-
um í hreinu vatni
áður en þær eru
settar í sápu-
vatn, það dregur
úr verkunum
sápunnar, þann-
ig að efnið þolir
hana betur. En
ull og silki þola
fremur illa sápu,
einkum sterka
sápu og lút, og
er því sjálfsagt
að þvo þessi
efni úr mildri
2. og 3. mynd. Prjónuð
flík þvegin á réttan hátt
og önnur úr sams kon-
ar ull, sem skemmd er
af röngum þvotti í heitu
vatni og of miklu nuddi.
HÚSFREYJAN
19