Húsfreyjan - 01.01.1960, Qupperneq 20

Húsfreyjan - 01.01.1960, Qupperneq 20
sápu, t. d. sápuspónum, eða nýju sápu- lausu þvottaefnunum. Ætíð ætti að hafa vægar upplausnir og leysa þvottaefnið vel upp. Séu notaðir sápuspænir, nægja 10 g í eitt þvottafat. Vætið flíkina vel í þvotta- vatninu, kreistið það í gegnum hana, hald- ið henni sem mest niðri í vatninu, en dragið hana ekki upp og niður til skiptis. Núið sem minnst milli krepptra hnefanna, fremur á flötum lófunum þá hluta, sem óhreinastir eru. Hjaðni sápufroðan fljótt, er það merki þess, að verkanir sápunnar séu dvínandi, óhreinindin hafi kannske verið meiri en svo, að hún ráði við þau, og er þá nauðsynlegt að þvo flíkina úr öðru sápuvatni. Það er heppilegra en að þvo einu sinni úr sterkri upplausn. Oft er þörf á að þvo ullarflíkur bæði á réttu og röngu. Hvítar ullarpeysur vilja stund- um gulna við þvott, og getur þá verið gott að setja örlítið bórax saman við sápu- vatnið, því til varnar. Þá má strjúka hvítar ullarflíkur úr vatnsefnisyfirsýringi, svokölluðu Brint- overlite, 3% að styrkleika, þurrka síðan í sólarbirtu til að þær bleikist. Annars er bezt að forðast að þurrka ullarflíkur nærri heitum ofni eða í sterku sólskini. Dökkar ullarflíkur má einnig þvo upp úr upplausn af kvillæjaberki með góðum árangri. Þegar flíkin hefur verið þvegin nægi- lega í mildu, volgu sápuvantinu, er hún skoluð úr nokkrum volgum vötnum. Hafi liturinn runnið úr, er gott að setja svo- lítið edik í næstsíðasta skolvatnið, það hreinsar og skýrir litinn. Aldrei má vinda ullarflík þannig, að snúið sé fast upp á hana, heldur á að kreista vatnið eða þrýsta því varlega úr henni. Það getur verið gott að vinda þykka ullarflík í vindu, svo að hún þorni fyrr. Er þá bezt að leggja hana slétta í vinduna og einnig er gott að leggja stykki eða t. d. óvandað handklæði utan um hana. Þó er réttara að varast að vinda þannig lausofnar eða lausprjónaðar flíkur. Sé um peysur að ræða, sem hætta er á að minnki eða aflagist í þvottinum, er heppilegt að mæla sídd og vídd og erma- vidd, áður en peysan er þvegin, skrifa hjá sér málið, en leggja hana síðan á hand- klæði eða pappír eftir þvottinn og teygja upp í sama málið aftur. Einnig má teikna 20 Frh. Heimilisþáttar bls. 25 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.