Húsfreyjan - 01.01.1960, Side 22

Húsfreyjan - 01.01.1960, Side 22
Það er einnig nauðsynlegt að fá íitu, því að í fitunni fáum við nokkrar ómett- aðar feitisýrur (F-f jörefni), sem við get- um ekki verið án. Sætindi eru ekki allra meina bót. Aðeins lítið magn af kolvetnum (50 til 60 g á dag) er æskilegt, því líkaminn getur sjálfur myndað kolvetni úr eggja- hvítu. Svo er vatn nauðsynlegt. 70% líkams- þungans er vatn. Orkan, sem fæðan gefur, er mæld eftir þeim hita, sem myndast, þegar hún ,,brennur“. Þessi hiti er mældur í hita- einingum (HE). 1 g kolvetni gefur 4 HE 1 g eggjahvíta — 4 — 1 g fita — 9 — Venjulegt dagsfæði, sem gefur 2400 HE, er 12% (eða 70 g) eggjahvíta, 27% fita (70 g) og afgangurinn 60% (360g) eru kolvetni. En hvernig er hægt að grenna sig? 1. Með því að minnka það hitaeininga- magn, sem neytt er í fæðunni, en til þess þarf viljaþrek og nákvæmni. r<- Offita fjölgar sjúkradögunum. 2. Eða auka líkamsáreynslu og á þann hátt auka hitaeiningaþörfina. En reyndin er sú, að seinni aðferðin er erfiðari í framkvæmd, því að aukin líkamsáreynsla eykur matarlystina og margur freistast til að fá sér bita milli mála. Einnig getur skyndileg líkams- áreynsla verið hættuleg heilsunni, ef fólk er slíku óvant og farið að reskjast. Hvernig er þá hægt að minnka hitaeiningamagn fæðunnar? 1. Borða minna á aðalmáltiðum og sleppa öllum aukamáltíðum. 2. Borða lítið af orkugefandi fæðuteg- undum eins og fitu og sykri, eða — sem að nokkru leyti er það sama —' borða mat, sem er saðsamur án þess að vera orkugefandi, t. d. grænmeti, magurt kjöt, skyr og aðra eggjahvíta- ríka fæðu. 3. Sleppa öllu sælgæti (1 konfektmoli 25 g 135 HE, sama og mjólkurglas), kökum og sykri; sæta má t. d. með sakkaríni (má ekki sjóða). Sósur og jafnaðar súpur eru fitandi, einnig gos- drykkir og áfengi. 4. Borða grænmeti, ávexti, magurt kjöt, fisk, egg, skyr, ost 20% og drekka undanrennu. Sleppið ekki þessum fæðutegundum, þeim mun minna sem borðað er, því mikilvægara er að borða kostamikinn mat. 22 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.