Húsfreyjan - 01.01.1960, Qupperneq 23
En ástæða er til að brýna fyrir fólki
að fara ekki að grenna sig upp á sitt ein-
dæmi, ef það er ekki hraust. Sé fitan sjúk-
legs eðlis, verður að fylgja forskrift lækn-
is og eins er betra að leita ráða hjá hon-
um, ef fólk er komið á miðjan aldur. Til
eru pillur, sem taka matarlystina og eru
oft til mikillar hjálpar í byrjun, því marg-
ir eiga bágt með að þola sultartilfinning-
una fyrst í stað. En slík lyf má að sjálf-
sögðu aðeins taka í samráði við lækni.
Áfengir drykkir og gosdrykkir eru fitandi.
á að minnka. Fæðan verður að inni-
halda eggjahvítu, sölt og fjörefni eins
og áður. Er því ráðlegt að taka fjör-
efnatöflur.
Hlutfallið milli hitaeiningaminnkunar
og þungataps
Fólk léttist af því það borðar minna
en það brennir
Minnkun á dag. Jafngildir að mánaðarl. tapast
100—150 HE — y2 kg
200—300 — — 1 —
350—450 — — 1% —
500—600 — — 2 —
Varast ber að kaupa megrunarlyf, sem
fást í handkaupum. Eru þau flest aðeins
hægðalyf, sem draga vatn úr líkamanum
og sýna því óeðlilegt þungatap til að
byrja með.
Munið:
1. Gæta skal þess að grennast ekki of
ört.
2. Nauðsynlegt er að vigta sig með jöfnu
millibili. Nota sömu vogina, á sama
tíma dags og í sömu fötum.
3. Það er aðeins hitaeiningamagnið, sem
Að vega sig oft og reglulega er nauðsynlegt.
Áhrif aldurs og vinnu á hitaeiningaþörfina
Karlar (ca. 70 kg) 25 ára 35 ára 45 ára 55 ára 65 ára 75 ára
HE HE HE HE HE HE
Létt vinna 2500 2375 2250 2100 2000 1900
Meðalvinna 3000 2850 2700 2500 2450 2300
Erfiðisvinna 3500 3325 3150 3000 2850 2700
Mjög erfið vinna 4000 3800 3600 3400
— — — 5000 4700 4200 4000
Konur (ca. 60 kg) 25 ára 35 ára 45 ára 55 ára 65 ára 75 ára
HE HE HE HE HE HE
Létt vinna 2000 1900 1800 1700 1600 1550
Meðalvinna 2500 2375 2250 2150 2000 1900
Erfiðisvinna 3000 2800 2700 2500 2300
— 4000 3800 3600 3400
HÚSFREYJAN
23