Húsfreyjan - 01.01.1960, Page 35

Húsfreyjan - 01.01.1960, Page 35
13. Íandsþing Kvenfélagasambands íslands F. Áskoranir og ályktanir almenns eðlis Ályktun um heimilisiðnað 13. landsþing K. í. telur að efla beri heimilis- iðnaðinn í landinu. Þó getur ekki hjá því fariö, vegna fólksfæðar á heimilum, að hann verði mest sem tómstundavinna. Vegna þess telur þingið að æskilegt væri að auka fjölbreytni þess, sem unn- ið er, t. d. með því að reynt væri á hverju fé- lagssvæði að kenna margs konar föndurvinnu, sem bæði gæti orðið til heimilisprýði, og aukið áhuga unga fólksins fyrir heimilisiðnaði. Ullin verður þó ávallt það efni, sem ætti að nota í allan skjólfatnað og til útsaums og vefnaðar á heimilum og í skólum, því að úr henni er hægt að vinna marga fagra og nytsama muni. Tillaga um kennslu í garðrækt Landsþingið leggur til, að garðrækt verði kennd vor og haust a. m. k. í öllum húsmæðra- og búnaðarskólum og helzt öllum skólum lands- ins. Áskorun til Alþingis 13. þing Kvenfélagasambands íslands telur, að gildandi ákvæði almannatryggingalaga um líf- eyrisgreiðslur séu orðin úrelt og ófullnægjandi og brýna nauðsyn bera til að hækka greiðslur til bótaþega með hliðsjón af þeirri þróun, sem orðið hefur á verðlags- og kaupgjaldsmálum á undanförnum árum. Þingið skorar því á hæstvirt Alþingi, að það samþykki frumvarp það til laga, um breytingu á lögum nr. 24, 29. marz 1956 um almanna- tryggingar, sem lagt var fyrir Alþingi í apríl- mánuði 1959. Landsþingið skorar eindregið á næsta Alþingi að taka til meðferðar og samþykkja fram komið frumvarp um niðurfelling allra skerðinga á elli- og örorkulaunum, þar sem sú skerðing kemur víða mjög hart niður á umræddum bótaþegum. Ályktanir og áskoranir varðandi skemmtisamkomur 1. 13. landsþing Kvenfélagasambands íslands telur nauðsynlegt að banna drykkjuskap á sam- komum og að löggæzlumenn verði að vera þar, sem gæti þess, að reglum sé hlýtt. 2. Þingið skorar á dómsmálaráðherra að staðfesta reglugerðir um löggæzlu á samkomum, er ráðuneytinu hafa verið sendar viðs vegar af landinu. Telur þingið þetta svo aðkallandi, að ekki megi dragast öllu lengur. 3. Þingið skorar á Barnaverndarráð íslands að fá lögleitt, að unglingar innan 16 ára fái ekki að sækja opinberar dansskemmtanir, nema í fylgd með foreldrum eða öðrum forráðamönn- um. Komið verði á vegabréfaskylduu. Ungu fólki sé skylt að bera vegabréf á aldrinum 12—21 árs. Unglingar, sem ekki sýna vegabréf, fái ekki að koma á opinberar danssamkomur, og bera þeir, sem samkomuna halda, ábyrgð á þessu. Gengið sé ríkt eftir, að áfengislögunum sé hlýtt. Brot varði fésektum og endurtekið brot missi á rétti til að halda skemmtanir. Áskorun til foreldra Þingið beinir þeirri áskorun til foreldra og heimilia að innræta börnum og unglingum hátt- vísi og góða framkomu. Jafnframt skorar þingið á fræðslumálastjórnina að leggja áherzlu á, að góðar leiðbeiningar séu gefnar í öllum skólum landsins í umgengisvenjum og háttvísi allri og þá fyrst og fremst í kennaraskólunum. in Arts prófi við háskólann í Berkley í Kaliforníu (hliðstætt stúdentsprófi), en Bachelor of Arts prófi lauk hún 1944 frá Barnard College við Columbiaháskólann í New York. Við þann háskóla og í London stundaði hún framhaldsnám árin 1946 til 1948 og lauk Master of Arts prófi við Colombiaháskólann 1949. Ritgerðin, sem hún lagði fram til þess prófs heitir: The Portal of Kilpeck Church, its place in English Romanesque Sculpture og birtist hún í The Art Bulletin í septembermán- uði 1950. Dr. Selma hefur veitt listasafni ríkisins forstöðu siðan það var opnað árið 1951. Gift er hún dr. Sigurði Péturssyni, gerla- fræðingi og hafa þau hjón búið sér glæsi- legt heimili, og prýða það mörg ágæt listaverk. „Húsfreyjan" óskar dr. Selmu til ham- ingju með þá viðurkenningu, sem hún hefur hlotið fyrir ágætt verk, sem leik- menn munu lesa sér til ánægju, engu síð- ur en lærðir. Vonandi örvar starf hennar íslenzkar menntakonur til átaka. S. Th. HÚSFREYJAN 35

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.