Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 11
Um andstœðuáherslu í íslensku
9
2. Fyrri rannsóknir
2.1 Rannsókn Magnúsar Péturssonar
Magnús Pétursson rannsakaði andstæðuáherslu í íslensku og birti
niðurstöður sínar 1978. Tilgangur hans var að kanna hvaða áhrif
áhersla hefði á grunntíðnikúrfur setninga og einnig hvaða áhrif mis-
munandi fjöldi orða í setningu hefði á þessar kúrfur. í niðurstöðum
hans kemur einnig ýmislegt fram um breytingar á grunntíðni og lengd
sérhljóða í orðum sem bera andstæðuáherslu.
Magnús hefur einn aðalhljóðhafa (,,hovedinformant“), sem er
íslendingur búsettur í Hamborg, en notar einnig sjálfan sig sem það
sem hann kallar „kontrolinformant" (sjá Magnús Pétursson 1978:33).
Efniviður Magnúsar er. fimm setningar, mismunandi langar (eða
nánar til tekið setningin Anna kemur lengd smátt og smátt þangað til
hún er orðin Anna kemur klukkan niu nœsta mánudag), og var lögð
áhersla á öll orð sem hugsanlegt er að leggja áherslu á en aðeins eitt í
hvert skipti sem hver setning var lesin. Til að fá samanburð á and-
stæðuáherslu og áhersluleysi notar Magnús eina útgáfu af hverri setn-
ingu þar sem ekkert orð er látið bera áherslu.
Magnús mælir grunntíðni (í Hertzum) og lengd (í sentísekúndum)
sérhljóða í áhersluatkvæðum. Hann gefur upp meðaltalstölur fyrir
hvert sérhljóð fyrir sig í öllum útgáfum af hverri setningu. Á bak við
hvert meðaltal í niðurstöðum hans liggja mælingar á fimm til tíu
setningum: „... gennemsnitstal for fem til ti indtalinger af hver sætn-
ing.“ (Magnús Pétursson 1978:34).
Þegar orð ber andstæðuáherslu mælir Magnús bæði lægsta og hæsta
punkt grunntíðnikúrfunnar innan sérhljóðsins í áhersluatkvæðinu, því
að hann segir að grunntíðnin hækki „.. . meget skarpt indenfor vokal-
en“ (Magnús Pétursson 1978:34). í áhersluleysi er aðeins mældur einn
punktur, í miðju sérhljóðinu. Um tækjakost við grunntíðnimælingar er
ekki getið. Magnús segir ekki frá því hvernig eða með hvaða tækjum
hann mælir lengd sérhljóðanna.
Helstu niðurstöður Magnúsar, sem varða breytingar við andstæðu-
áherslu, eru þessar: Grunntíðnin hækkar alltaf í atkvæðinu sem ber
áherslu og oft ekki aðeins í áhersluatkvæðinu heldur í orðinu öllu sem
atkvæðið stendur í.
í flestum tilvikum lengist áherslusérhljóðið einnig (sbr. Magnús Pét-
ursson 1978:36—37) en ekki kemur fram hvort þar er einhver munur á