Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 11

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 11
Um andstœðuáherslu í íslensku 9 2. Fyrri rannsóknir 2.1 Rannsókn Magnúsar Péturssonar Magnús Pétursson rannsakaði andstæðuáherslu í íslensku og birti niðurstöður sínar 1978. Tilgangur hans var að kanna hvaða áhrif áhersla hefði á grunntíðnikúrfur setninga og einnig hvaða áhrif mis- munandi fjöldi orða í setningu hefði á þessar kúrfur. í niðurstöðum hans kemur einnig ýmislegt fram um breytingar á grunntíðni og lengd sérhljóða í orðum sem bera andstæðuáherslu. Magnús hefur einn aðalhljóðhafa (,,hovedinformant“), sem er íslendingur búsettur í Hamborg, en notar einnig sjálfan sig sem það sem hann kallar „kontrolinformant" (sjá Magnús Pétursson 1978:33). Efniviður Magnúsar er. fimm setningar, mismunandi langar (eða nánar til tekið setningin Anna kemur lengd smátt og smátt þangað til hún er orðin Anna kemur klukkan niu nœsta mánudag), og var lögð áhersla á öll orð sem hugsanlegt er að leggja áherslu á en aðeins eitt í hvert skipti sem hver setning var lesin. Til að fá samanburð á and- stæðuáherslu og áhersluleysi notar Magnús eina útgáfu af hverri setn- ingu þar sem ekkert orð er látið bera áherslu. Magnús mælir grunntíðni (í Hertzum) og lengd (í sentísekúndum) sérhljóða í áhersluatkvæðum. Hann gefur upp meðaltalstölur fyrir hvert sérhljóð fyrir sig í öllum útgáfum af hverri setningu. Á bak við hvert meðaltal í niðurstöðum hans liggja mælingar á fimm til tíu setningum: „... gennemsnitstal for fem til ti indtalinger af hver sætn- ing.“ (Magnús Pétursson 1978:34). Þegar orð ber andstæðuáherslu mælir Magnús bæði lægsta og hæsta punkt grunntíðnikúrfunnar innan sérhljóðsins í áhersluatkvæðinu, því að hann segir að grunntíðnin hækki „.. . meget skarpt indenfor vokal- en“ (Magnús Pétursson 1978:34). í áhersluleysi er aðeins mældur einn punktur, í miðju sérhljóðinu. Um tækjakost við grunntíðnimælingar er ekki getið. Magnús segir ekki frá því hvernig eða með hvaða tækjum hann mælir lengd sérhljóðanna. Helstu niðurstöður Magnúsar, sem varða breytingar við andstæðu- áherslu, eru þessar: Grunntíðnin hækkar alltaf í atkvæðinu sem ber áherslu og oft ekki aðeins í áhersluatkvæðinu heldur í orðinu öllu sem atkvæðið stendur í. í flestum tilvikum lengist áherslusérhljóðið einnig (sbr. Magnús Pét- ursson 1978:36—37) en ekki kemur fram hvort þar er einhver munur á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.