Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 13
Um andstœðuáherslu í islensku
11
um á grunntíðni (sbr. niðurstöður Magnúsar Péturssonar 1978) og
miðar því rannsóknina líka við grunntíðnimælingar.
í þriðja lagi tekst Höskuldur á hendur að athuga breytingar á styrk í
andstæðuáherslu en um þá hluti virðist hann engar væntingar hafa,
enda fyrstur til að rannsaka það atriði í íslensku.
Hljóðhafar og efniviður Höskuldar: Höskuldur hafði tíu hljóðhafa í
rannsókninni. Þeir lásu þrjár setningar: Anna talar mikið og Beta
meiddi sig, sem hvor um sig var lesin á þrjá vegu, þ.e. í fyrsta lagi á
hlutlausan hátt („as a neutral statement" 1983:388), síðan með and-
stæðuáherslu á Anna/Beta, og loks með andstæðuáherslu á talar/
meiddi. Þriðja setningin var Alli vinnur Nalla, einungis með rödduðum
hljóðum, sérstaklega ætluð til að skoða styrks- og grunntíðnikúrfur.
Hún var lesin á Qóra vegu; fyrst eins og hverjum hljóðhafa fannst vera
hlutlaus lestur, þá með áherslu á Alli, síðan á vinnur og loks á Nalla.
Niðurstöður Höskuldar: Höskuldur tekur niðurstöður sínar saman
með þessum orðum (1983:393):
(1) Contrastive stress in Icelandic frequently involves both a rise in
Fo and increased length of vowels and consonants. There is
usually also a slight increase of intensity.
Fyrri setningamar tvær í rannsókn Höskuldar liggja til grundvallar
grunntíðni- og lengdarmælingum hans. Hann birtir þrenns konar
meðaltalstölur frá hljóðhöfunum tíu fyrir þau fjögur orð sem borið
gátu áherslu; meðaltal grunntíðni áherslusérhljóðs, meðaltal sérhljóða-
lengdar og meðaltal samhljóðalengdar. Greint er á milli þriggja
áherslugerða fyrir hverja setningu (sbr. það sem segir hér að framan um
efniviðinn).
Grunntíðnimælingamar: Við grunntíðnimælingamar notar Höskuld-
ur ítónunarsjá. Hann greinir ekki frá því hvaða aðferð hann notar við
mælingamar en svo er að sjá sem tekinn sé einn mælingapunktur úr
því orði sem mælt er. Af niðurstöðunum má ráða að tíðnitölumar sem
gefnar eru upp eigi við áherslusérhljóðið í hverju orðanna fjögurra
(Anna, talar, Beta, meiddi). Höskuldur segir: „... we see that the
fundamental frequency goes up quite markedly in the vowels when the
word receives emphatic or contrastive stress“ (1983:389) og „... it
confirms the findings of Pétursson" (ibid.). Grunntíðnimælingar Hösk-
uldar staðfesta væntingar hans um breytingar á grunntíðni í andstæðu-
áherslu.